ARSH__net
VEL HEPPNUÐ ÁRSHÁTÍÐARFERÐ Vel heppnuð árshátíð erlendis kallar á gott skipulag og þar kemur að okkar vinnu. Hvort sem er flugáætlun, skoðunarferðir, skemmtiatriði, veislusalir eða hljóðbúnaður... við tryggjum að allt sé eins og best verður á kosið og engir lausir endar. Vinnan ætti ekki að lenda á nokkrum starfsmönnum í árshátíðarnefndinni sem svo ekki ná að njóta ferðarinnar vegna álags. FAGFÓLK Á ÖLLUM SVIÐUM Starfsfólk Tripical hefur mikla reynslu í að sjá um ferðir fyrir stóra hópa. Við höfum skipulagt ferðir fyrir hópa upp allt að 1000 manns og sjáum til þess að allir njóti ferðalagsins út í ystu æsar. Sérfræðingarnir okkar eru með mikla reynslu og þekkingu í alhliða skipulagningu árshátíðarferða. Þau skipuleggja ferðina ykkar með mikilli ánægju, sjá um samskipti við teymið ykkar fram að ferð og meðan á henni stendur, ásamt öllu hinu sem gerir hópaferðina ógleymanlega. Hringdu í 519 8900, skoðaðu vefinn okkar tripical.is eða skjóttu bara pósti á hallo@tripical.is . STOFNANIR Tripical sérhæfir sig í fræðsluferðumfyrir stofnanir og fyrirtæki. Við bjóðum upp á að skipuleggja starfstengdar fræðsluferðir og vinnustaðaheimsóknir erlendis fyrir starfsfólk og stjórnendur stofnana og fyrirtækja. ÖRYGGI Ferðaskrifstofan Tripical hefur undanfarin ár flutt yfir tíu þúsund farþega víða um heim. Viðskiptavinir fyrirtækisins njóta bæði verndar hefðbundinnar tryggingar sem framvísa þarf við útgáfu leyfis til rekstrar ferðaskrifstofu auk verndar þeirrar tryggingar sem skilyrt er í lögum. Kveðið er á um fyrirkomulag í reglugerð 150/2019 um pakkaferðir og samtengda ferðatilhögun. Covid sveigjanleiki Tripical Á tímum Covid bjóðum við fyrirtækjum ýmiskonar sveigjanleika Heyrðu í sérfræðingunum okkar og þau útskýra það nánar. KOLEFNIS JÖFNUN Sem ábyrg ferðaskrifstofa tökum við skýra afstöðu með náttúru- vernd og bjóðum viðskiptavinum okkar að kolefnisjafna ferðir sínar. Við lítum á það sem skyldu okkar gagnvart komandi kynslóðum. Einnig styðjum við góðgerðarstarf og dýravernd hér heima og á áfangastöðum okkar erlendis.
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjE3NDU=