juli 2021

9 eru í boði, hlutir eins og húsaleigubætur og fleira. Þeir bentu mér líka á námskeið sem ég gat sótt í Hringsjá, svo sem tölvunámskeið og margt fleira. Ég var mjög heppin með félagsráðgjafa, sem útskýrði hluti fyrir mér sem ég vissi varla að væru til.“ Eru þetta þung skref, að feta sig aftur í lífinu? „Þau geta verið það en það eru svo mörg og fjölbreytt úrræði í boði,“ svarar Magdalena að bragði. „Ég hef verið einstaklega heppin því ég hef verið umvafin góðu fólki, bæði hjá Samhjálp og annars staðar. Unnusti minn er búinn að vera edrú í rúm 20 ár og er hokinn af reynslu. Hann hefur verið mjög hvetjandi og hjálpað mér að stíga skref sem ég ætlaði mér ekkert endilega að stíga eða hafði ekki sjálf trú á að ég gæti stigið. Ég get nefnt sem dæmi að ég hafði á neysluárum mínum misst bílprófið. Ég mátti sækja um það aftur árið 2006 en gerði það aldrei og hafði í raun bara sætt mig við það. Hann hvatti mig þó áfram og ég er komin aftur með ökuskírteini, sem fyrir mér er mikill sigur. Þetta kann að hljóma sem smávægilegt atriði en fyrir mig skipti þetta máli. Ég hafði áður sannfært mig um að ég ætti ekkert gott skilið en ég veit að ég á allt gott skilið og það gildir um alla aðra.“ Hvað reyndist þér erfiðast í bataferlinu eða hvar voru stærstu þröskuldarnir? „Ég var búin að einangra mig svo mikið að mér fannst erfitt að tengjast fólki upp á nýtt – eða bara tengjast fólki yfir höfuð,“ svara hún. „Stærsta áskorun mín var að mynda samskipti við fólk, en ég vissi að ég þyrfti að gera það til að halda lífi. Ég þurfti að opna mig, vera tilbúin að tala fyrir framan annað fólk og tengjast fólki upp á nýtt. Breytingar voru líka erfiðar, það var til dæmis erfitt að fara af Brú yfir í mína eigin íbúð. En ég þurfti að vera fjögur ár á Brú, hefði ekki viljað vera skemur en heldur ekki lengur. Ég þurfti bara þennan tíma til að koma til baka en ég nýtti þann tíma líka vel og lagði mikið á mig til að ná bata.“ Allir geta náð bata Magdalena segir aðspurð að allir geti náð Magdalena hefur nú verið edrú í tæp níu ár og líf hennar hefur gjörbreyst á þeim tíma.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjE3NDU=