juli 2021
4 Útgefandi: Samhjálp Ritstjóri: Gísli Freyr Valdórsson Ljósmyndir: Bent Marinósson og fl. Auglýsingaöflun: Samhjálp Útgáfustjóri: Anna María McCrann Ábyrgðarmaður: Valdimar Þór Svavarsson Hönnun og umbrot: Samskipti Skrifstofa Samhjálpar Hlíðasmára 14 – 201 Kópavogur Sími: 561 1000 Netfang: samhjalp@samhjalp.is Heimasíða: www.samhjalp.is Ef þú ert með hugmynd að efni í blaðið eða vilt senda inn grein eða ljósmynd, hafðu þá samband með því að senda póst á netfangið fjaroflun@samhjalp.is Skrifstofa Samhjálpar er opin alla virka daga frá kl. 10:00 - 15:00. 38. árgangur – 2. tölublað 2021 S amhjálp er í hópi þeirra mörgu hjálparsamtaka sem tilheyra hinum svokallaða „þriðja geira“ og sinna mikilvægu hlutverki í samfélaginu. Eins og mörg félagasamtök varð Samhjálp til í kringum alvarleg vandamál eða þörf sem mikilvægt var að sinna. Starfið byggðist í upphafi á fórnfúsum einstaklingum sem lögðu hönd á plóg, oftast nær í sjálfboðastarfi. Hægt og rólega hafa samtökin sannað gildi sitt sem ein öflugasta starfsemi landsins í meðferð við vímuefnafíkn og matargjöfum til fátækra og heimilislausra. Þrátt fyrir talsverðan vöxt og gjörbreytt landslag í faglegri nálgun vímuefnameðferðar er kjarni starfseminnar enn byggður á sama anda og hefur verið frá upphafi. Kærleikur, hjálpsemi og góðmennska eru leiðarljós samtakanna, enda er ekkert mikilvægara þegar verið er að hlúa að þeim sem erfiðast eiga. Sjálfboðaliðar gegna enn mikilvægu hlutverki í starfsemi Samhjálpar og hefur þörfin til að sinna þeim sem eiga við fátækt og/eða vímuefnavanda að stríða síður en svo minnkað. Þegar margt smátt safnast saman getur ýmsu verið komið til leiðar – molar gera brauð. Þar sem hjálparsamtök byggjast almennt upp af litlum efnum búa þau oftast yfir þeim eiginleika að koma miklu til leiðar með litlum tilkostnaði og spara þannig samfélaginu mikið fjármagn. Þetta sannast ítrekað í starfi Samhjálpar. Stór hluti af starfsemi samtakanna er fjármagnaður með sjálfsaflafé – styrkjum og stuðningi með litlum og stórum framlögum fjölmargra einstaklinga, fyrirtækja og stofnana. Með þeim hætti hefur meðal annars verið hægt að halda úti starfseminni á Kaffistofu Samhjálpar í heil 38 ár. Þar er nauðstöddum mætt með hlýju og velvild og fyrir marga er Kaffistofan svo miklu meira en bara staður til að fá að borða. Að eiga í samskiptum er hluti af grunnþörfum manneskjunnar og mikilvægt er að við getum öll fengið að finna til mannlegrar reisnar, sama hversu nöturleg staða okkar er. Fyrir suma er Kaffistofa Samhjálpar einmitt lykilþáttur í félagslega lífinu og jafnvel eini staðurinn þar sem þeim líður vel, geta slakað örlítið á, átt í vinalegum samræðum við annað fólk og fengið heitan mat að borða. Ekkert af þessu væri mögulegt ef ekki væri fyrir stuðning einstaklinga, fyrirtækja og Reykjavíkurborgar, sem hefur stutt starfsemina á síðustu árum. Við hjá Samhjálp erum þakklát fyrir stuðninginn og traustið sem við finnum fyrir í samfélaginu til þess að sinna þeim viðkvæmu verkefnum sem samtökin sinna. Valdimar Þór Svavarsson er framkvæmdastjóri Samhjálpar. Molar gera brauð
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjE3NDU=