juli 2021
30 Reykjavíkurmaraþon Íslands- banka fer fram 21. ágúst 2021. Eins og fyrri ár geta þátttakendur í hlaupinu hlaupið til styrktar Samhjálp, en búið er að opna fyrir áheitasöfnun á vefsíðunni hlaupastyrkur.is. Árið 2019, síðast þegar Reykjavíkurmaraþonið fór fram með eðlilegum hætti, söfnuðust tæpar 170 milljónir króna, sem dreifðust á rúmlega 190 félög og hækkaði upphæðin nokkuð á milli „Alvöru“maraþon í ár Hægt er að hlaupa til styrktar Samhjálp í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka ára. Þá safnaðist um ein milljón króna fyrir Samhjálp og munaði þar mestu um áheitasöfnun Óskars Þórs Guðmundssonar, sem safnaði rúmlega 600 þúsund krónum. Þá má einnig geta þess að fangi sem sat þá á Hólmsheiði hljóp 10 km. á hlaupabretti til stuðnings Samhjálp á sama tíma og maraþonið fór fram. Aðrir fangar, fangaverðir og aðstandendur hlauparans lögðu allir til við söfnunina, en með afreki sínu safnaði hann rúmlega 200 þúsund krónum. Reykjavíkurmaraþonið fór ekki fram í fyrra vegna kórónuveirufaraldursins. Aftur á móti voru hlauparar hvattir til að hlaupa sína vegalengd sjálfir og safna þannig fyrir þau félög sem þeir vildu styðja. Alls söfnuðust um 72,7 milljónir króna sem dreifðist á 159 góðgerðarfélög. Um 200 þúsund krónu runnu þá til Samhjálpar. Náði bata eftirmeðferð í Hlaðgerðarkoti og hleypur nú til styrktar Samhjálpar Andri Már Ágústsson er einn þeirra semmunu hlaupa til styrktar Samhjálp í ár. Andri Már sagði sögu sína í jólaútgáfu Samhjálparblaðsins 2020. Hann var djúpt sokkinn í neyslu vímuefna með þeim afleiðingum sem því fylgja en náði síðar bata eftir að hafa farið í meðferð í Hlaðgerðarkoti, endurnýjaði sambandið við barnsmóður sína og spilaði meistaraflokksleiki í knattspyrnu með uppeldisfélagi sínu, ÍR, nokkrum árum síðar. Saga hans er kraftaverki líkust. Samhjálp óskar honum og öðrum hlaupurum góðs gengis í hlaupinu í ár. Samhjálp vill hvetja sem flesta til að hlaupa til stuðnings samtökunum. Fimm vegalengdir eru í boði og því ættu allir að geta fundið vegalengd við sitt hæfi. Sem fyrr segir er hægt að skrá sig á hlaupastyrkur.is en þá eru hlauparar jafnframt hvattir til að hafa samband við skrifstofu Samhjálpar. Þar fá hlauparar boli merkta Samhjálp og upplýsingar um tilhögun hlaupsins. Það verður gaman að sjá fólk í Reykjavíkurmaraþoninu á ný Hópur fólks hefur í gegnum tíðina hlaupið til styrktar Samhjálp.
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjE3NDU=