juli 2021

3 EFNISYFIRLIT Magdalena Sigurðardóttir segist lifa sínu þriðja lífi núna en er yfirhöfuð ánægð að vera á lífi eftir áralanga neyslu. Eftir að hafa dvalið í rúmt hálft ár í meðferð í Hlaðgerðarkoti og rúm fjögur ár á áfangaheimili Samhjálpar hefur hún verið edrú í níu ár og leggur mikið á sig til að hjálpa öðrum. Eftir að hafa ráðist í endurnýjun á kvennagangi meðferðarheimilis Samhjálpar í Hlaðgerðarkoti fyrir jól tók Soffía Dögg Garðarsdóttir, sem heldur úti vefsíðunni Skreytum hús, sig til og gerði upp setustofu á áfangaheimilinu Brú. Sýnt er frá framkvæmdum í samnefndum sjónvarpsþætti á Stöð 2. Skjólið, opið hús fyrir konur sem glíma við heimilisleysi, búa við óöruggar aðstæður eða eru nýkomnar í búsetuúrræði eftir heimilisleysi, hóf starfsemi í lok febrúar á þessu ári. Skjólinu er ætlað að vera öruggur samastaður sem konur geta sótt að degi til. Rósa Björg Brynjarsdóttir, umsjónarkona Skjólsins, segir frá starfseminni í samtali við Samhjálparblaðið. Lísa Margrét Gunnarsdóttir sálfræðinemi hefur frá því í byrjun júní unnið að því að búa til heildstæðan gagnagrunn á rafrænu formi fyrir skjólstæðinga Hlaðgerðarkots. Gagnagrunnurinn gefur góða mynd af neysluþróun og öðrummikilvægum þáttum, sem bætir meðferðarstarfið til lengri tíma og byggir grunn að auknu forvarnastarfi. Fjallað er um starfsemi Samhjálpar á árinu 2020, en heimsfaraldur hafði áhrif á starfsemina eins og svo margt annað. Í þessu tölublaði er einnig að finna umfjöllun um golf- og hjólreiðamót sem haldið var til styrktar Samhjálp, aðsendar greinar og viðtöl við styrktaraðila auk annarra frétta úr starfi Samhjálpar. 6 12 14 18 20

RkJQdWJsaXNoZXIy MjE3NDU=