juli 2021
28 Áfengisog vímuefnavandi og börn HÖFUNDUR: SIGURÐUR SMÁRI FOSSDAL F ólki ber skylda til að vernda börn sín og veita þeim það sem þau þurfa til þess að þau þrífist hvað best. Strax á fósturstigi hefur áfengis- og/eða vímuefnaneysla móður áhrif á barnið. Þegar móðir drekkur áfengi á meðgöngu fer það beint í blóðið, þaðan í fylgjuna og verður að næringu barnsins. Það getur leitt til þess að barnið fæðist með svokallað áfengisheilkenni fósturs (FAS), sem getur lýst Barn á rétt á að lifa, þroskast og njóta verndar, umönnunar og annarra réttinda í samræmi við aldur sinn og þroska og án mismununar af nokkru tagi. Óheimilt er að beita barn hvers kyns ofbeldi eða annarri vanvirðandi háttsemi. Það sem barni er fyrir bestu skal ávallt hafa forgang þegar teknar eru ákvarðanir um málefni þess. Barn á rétt á að láta skoðanir sínar í ljós í öllum málum sem það varða og skal tekið réttmætt tillit til skoðana þess í samræmi við aldur og þroska. (Barnalög nr. 76/2003). sér með þroskaskerðingu, vaxtarskerðingu eða öðrum bæði sjáanlegum og ósjáanlegum kvillum. Einnig er talið að börn einstaklinga með áfengis- og vímuefnaröskun séu líklegri til að þróa með sér sambærilega röskun sjálf og þannig líklegri til að glíma við önnur vandkvæði, svo sem námsörðugleika, hegðunarvanda, athyglisbrest og ofvirkni ásamt fleiru seinna á lífsleiðinni. Þau eru einnig líklegri til þess að eiga við félagslegan vanda að stríða og eiga erfiðara með að treysta og mynda heilbrigð tengsl (Jiji og Rakesh, 2012). Það getur verið erfitt að skoða og fá fram sjónarmið þeirra barna sem búa við aðstæður þar sem foreldri eða fjölskyldumeðlimur á við áfengis- og vímuefnaröskun að stríða. Börn geta upplifað skömm og fundið til ábyrgðar gagnvart einstaklingnum og vilja því ekki tala um vandamálið. Þetta er þó mikilvægur þáttur til þess að rannsaka áhrifin og upplifun þessara barna á sem nákvæmastan hátt. Á Íslandi er talið að eitt af hverjum fjórum börnum búi á heimili þar sem minnst einn fjölskyldumeðlimur glímir við áfengis- og vímuefnaröskun. Umboðsmaður barna setti árið 2014, í samstarfi við SÁÁ, saman sérfræðihóp sem var myndaður af hópi barna á aldrinum 14–18 ára sem áttu það sameiginlegt að hafa þegið aðstoð hjá SÁÁ sem aðstandendur einstaklinga með áfengis- og vímuefnaröskun. Sálfræðingur SÁÁ var hópnum til aðstoðar. Börnin voru fengin til þess að deila reynslu sinni hvert með öðru og segja frá upplifun sinni sem aðstandendur. Markmiðið var að fá sjónarhorn þeirra á aðstæður og upplifun. Þátttakendur komu sér svo saman um það sem þeir vildu að almenningur vissi meira um. Sem dæmi má nefna að hópurinn var sammála um að auka þyrfti fræðslu um áfengis- og vímuefnaröskun til þess að hægt væri að grípa fyrr inn í aðstæður, þar sem sá veiki gæti verið í afneitun og því ekki leitað eftir þeirri aðstoð sem þörf er á fyrir sig né barnið og jafnvel ekki vitað hvert ætti að leita. Þau töldu þar af leiðandi að með aukinni fræðslu myndi aukast aðgengi að aðstoð og vitneskja um hvar aðstoðina væri að finna. Þetta er gott dæmi um það hvers vegna mætti auka vitneskju og fræðslu um áfengis- og vímuefnavanda (Umboðsmaður barna, 2014). Vísindamenn hafa bent á að það sé vandmeðfarið að rannsaka áhrifin sem það hefur á börn að alast upp með foreldrum sem eiga við áfengisvanda að stríða. Besta leiðin til þess að fá skilmerkilegar niðurstöður á sjónarhorn barnanna sé að tala við börnin sem upplifa þessar aðstæður þá og þegar. Það er þó ekki alltaf auðvelt að komast í samband við þau börn, þar sem þau eru oft einangruð, auk þess að ef foreldri telur sig ekki eiga við vandamál að stríða er ekki hægt að tala við börnin í þessum tilgangi. Það hefur þó tekist í sumum tilfellum og þar má nefna eigindlega rannsókn þeirra Tinnfält, Fröding, Larsson og Dalal frá árinu 2018. Rannsóknin snerist um viðtöl við börn á aldrinum sjö til níu ára sem áttu það sameiginlegt að eiga foreldra sem áttu við áfengisröskun að stríða. Það var áberandi við gerð rannsóknarinnar að börnin fundu fyrir mikilli ábyrgðartilfinningu gagnvart foreldrum sínum eða öðrum fjölskyldumeðlimum. Einnig kom í ljós að algengasta tilfinning sem þessi börn fundu var sorg. Þegar þau voru spurð hvernig sorgartilfinningin lýsti sér sögðu þau ýmist að þau fyndu fyrir henni í hálsinum, eins og væri verið að þrengja að hálsi þeirra þegar þau
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjE3NDU=