juli 2021

27 Góðir valkostir um verslunarmannahelgi Á Kotmóti í Kirkjulækjarkoti og á Sæludögum í Vatnaskógi má finna fjölbreytta og skemmtilega dagskrá fyrir alla aldurshópa umverslunarmannahelgina, dagana 29. júlí – 2. ágúst 2021. Kotmót í Kirkjulækjarkoti Kotmót er kristileg fjölskylduhátíð sem haldin er í Kirkjulækjarkoti í Fljótshlíð ár hvert og verður nú haldin í 71. sinn. Sérstakur gestur Kotmótsins er Jon Tyson, forstöðumaður Church of the City í New York. Tyson er fæddur og uppalinn í Ástralíu en hefur búið og starfað í Bandaríkjunum í rúm 20 ár. Hann hefur skrifað fjölda bóka og haft mikil áhrif á kirkjustarf í New York-borg. Fjölbreytt dagskrá verður í boði fyrir alla fjölskylduna. Samhliða dagskrá Kotmóts fer fram vel skipulögð dagskrá á Barnamóti sem ætlað er börnum sem fædd eru frá 2009–2016. Börnum er skipt upp eftir aldri og eru yngri börn velkomin í fylgd með foreldrum. Einnig verður í boði sérstök dagskrá fyrir unglinga sem og aðrir fjölbreyttir viðburðir, svo sem Karnival sem haldið er á Hvolsvelli og er öllum opið. Þá er einnig boðið upp á tólf spora fundi. Öll aðstaða í Kirkjulækjarkoti er til fyrirmyndar. Örkin (gamla tívolíhúsið í Hveragerði) hefur tvo stóra sali auk miðrýmis þar sem er veitingastaður, sjoppa og góð aðstaða til borðhalds. Tjaldstæði með aðgengi að rafmagni eru í boði á mótssvæðinu en einnig er hægt að leigja sér herbergi í svefnskála. Nánari dagskrá má finna á vef Kotmótsins, kotmot.is. Sæludagar í Vatnaskógi Sæludagar í Vatnaskógi eru einnig kristileg fjölskylduhátíð þar sem boðið er upp á fjölbreytta dagskrá í anda sumarbúðastarfs KFUM og KFUK sem höfðar til allra aldurshópa. Aðstaðan í Vatnaskógi er einnig til fyrirmyndar, en hægt er að bóka gistingu í skála eða tjalda á tjaldsvæðum. Boðið verður upp á báta, smíðaverkstæði, knattspyrnu, aðgang að íþróttahúsi, gospelsmiðju, kassabílarall, fyrirlestra, kvöldvökur og margt fleira. Tónlistarmaðurinn Eyþór Ingi verður sérstakur gestur í ár og enn á eftir að kynna fleiri gesti. Nánari dagskrá má finna á vefslóðinni vatnaskogur.is/saeludagar

RkJQdWJsaXNoZXIy MjE3NDU=