juli 2021

26 R ótin, félag um velferð og lífsgæði kvenna, hefur staðið fyrir námskeiði fyrir konur í Hlaðgerðarkoti, sem kallast Konur finna styrk sinn. Námskeiðið byggir á efni sem samþykkt hefur verið af hálfu bandaríska heilbrigðisráðuneytisins sem úrræði sem nýtist fólki sem glímir við vímuefnaröskun. Guðrún Ebba Ólafsdóttir, grunnskólakennari og fyrrverandi borgarfulltrúi, hefur haft veg og vanda af námskeiðahaldinu en kvenkyns starfsmenn Hlaðgerðarkots hafa jafnframt liðsinnt. Námskeiðinu er ætlað að vera valdeflandi fyrir konur, en það felur meðal annars í sér uppgjör á langri áfallasögu. Í vor hófst sambærilegt námskeið fyrir karla, en efni þess byggir á sama grunni og er eftir dr. Stephanie Covington en jafnframt þýtt af Guðrúnu Ebbu. Námskeiðið bar heitið Karlar og áföll, en markmið þess er að styðja karla í að byrja að ná bata frá afleiðingum áfalla og hjálpa þeim að finna leiðir til að halda áfram að þroskast, byggja upp seiglu, öðlast meiri lífsánægju og að eiga í innilegri og innihaldsríkari samböndum. Allir þátttakendur fengu veglegt verkefnahefti, Að byggja upp seiglu, og á milli tíma var verkefnavinna í boði þar sem þeir voru hvattir til að vinna til að fá sem mest út úr námskeiðinu. Námskeiðinu var skipt upp í sex hluta, þar sem meðal annars var farið yfir skilgreiningu á áföllum, afleiðingar þeirra og áhrif og þá þróun sem þau geta haft á líf viðkomandi í formi sektarkenndar, skammar, reiði og fleiri þátta. Þá voru einnig kenndar æfingar til að ná jafnvægi, um heilbrigð sambönd, að þekkja mörk og leysa úr ágreiningi og deilum. Það sem einkenndi námskeiðið var einlægni og traust. Í tímunum er farið yfir erfiða lífsreynslu og önnur áföll, sem getur tekið virkilega á. Eftir alla þessa vinnu karlanna, sem gat verið afar tilfinningaþrungin, var komið að því að gera eitthvað allt annað og skemmtilegt. Karlarnir fengu það verkefni að búa til batasögur. Allir fengu grímu og fyrirmælin voru að teikna lóðrétta línu niður eftir miðju hennar. Vinstra megin áttu þeir að teikna eða mála neikvæðar hugsanir, skoðanir, tilfinningar og reynslu úr fortíðinni. Hægra megin á grímunni áttu þeir að teikna eða mála hugsanir, skoðanir, tilfinningar og reynslu sem þá langar að upplifa í framtíðinni þegar þeir upplifa frelsi frá fortíðinni. Þátttakendur lögðu sig alla fram og sýndu ótrúlega listræna hæfileika, eins og myndirnar hér fyrir neðan bera með sér. Karlar og áföll – nýtt námskeið í Hlaðgerðarkoti

RkJQdWJsaXNoZXIy MjE3NDU=