juli 2021
25 og vinir aðstoð við undirbúning, meðal annars með því að safna styrkjum og verðlaunum. „Dineout Iceland kom inn í verkefnið sem einn stærsti styrktaraðilinn og gaf veglega vinninga ásamt fjölda annarra fyrirtækja,“ segir Páll Örn. „Þá má geta þess að hjólreiðabúðirnar Markið og Sensabike á Íslandi gáfu Scott- og Sensa-hjól í verðlaun en tvö af þremur hjólum sem voru gefin enduðu að lokum sem gjafir uppi í Reykjadal. Það þótti okkur vænt um að sjá.“ Viðburðurinn heppnaðist sem fyrr segir vel og strax er hafinn undirbúningur að sambærilegum viðburði sem haldinn verður 21. maí 2022. „Til viðbótar því að vera skemmtilegir fela svona dagar í sér tækifæri til að láta gott af sér leiða. Það er sælla að gefa en að þiggja og það á svo sannarlega við í þessu tilfelli,“ segir Páll Örn að lokum. Hér á síðunni má sjá myndir sem teknar voru á Palla Open í maí. Ingimundur Bergsson tók myndirnar. Golfarar fengu blíðskaparveður. Dagurinn hófst á hjólreiðakeppni og eðlilega voru allir spenntir að taka þátt. Í hjólreiðakeppninni voru tvær hjólaleiðir í boði, Mosfellsheiðaráskorun (45 km) og Fjölskylduvænn Mosfellshringur (10 km). Páll Örn Líndal hafði veg og vanda af viðburðinum. Hann tók þátt í hvoru tveggja, í hjólreiðakeppninni um morguninn og í golfmótinu síðdegis. Pökkunarlausnir Örugg pökkun verðmæta Ísfell ehf, Óseyrarbraut 28 220 Hafnarfjörður, Sími 5200 500 www.isfell.is, isfell@isfell.is
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjE3NDU=