juli 2021

23 N ú standa yfir framkvæmdir á elsta húsi svæðisins. Upphaflega stóð til að rífa húsið og reisa nýtt en eftir nánari skoðun varð niðurstaðan sú að hægt væri að gera á því breytingar. Búið er að rífa timburgólf upp úr austasta hluta byggingarinnar, sem nú tengist við nýja viðbyggingu, auk hluta milliveggja sem þar voru. Stefnt er að því að steypa gólfið upp á nýtt, sem kæmi þá í stað timburgólfsins og lagt verður harðparket, setja upp nýjar hurðir og skipta um glugga á húsinu eftir þörfum. Í húsnæðinu verða herbergi til hópfunda og verður móttaka skjólstæðinga stórbætt. Breytingin á húsinu hefur þegar verið samþykkt af byggingaryfirvöldum. Í framhaldinu mun þurfa að fara í sambærilegar aðgerðir á miðhluta hússins. Magnús Sædal Svavarsson hefur haft veg og vanda af byggingarstjórn í Hlaðgerðarkoti á liðnum árum og hefur hann, eins og áður hefur verið fjallað um hér í Samhjálparblaðinu, sinnt starfi sínu í sjálfboðavinnu. Ljóst er að um kostnaðarsamar framkvæmdir er að ræða en að sögn Magnúsar mun hraði þeirra hvort í senn ráðast af fjármagni og vinnu sjálfboðaliða líkt og með fyrri framkvæmdir á svæðinu. „Við bíðum nú eftir því að verktaki ljúki framkvæmdum á lóðinni og að því loknu stefnum við að því að halda áfram framkvæmdum í elsta húsinu,“ segir Magnús. „Lokaáfanginn verður að klæða húsið með nýrri einangrun og bárujárni sem heldur vel og minnkar þörfina á framtíðarviðhaldi á því.“ Fjármagnaðmeð styrkjum Fyrsti áfangi framkvæmda fólst í nýrri byggingu sem inniheldur eldhús og fjölnota sal ásamt rýmum fyrir lækni og hjúkrunarfræðing – og tengir saman eldri byggingar á svæðinu. Sú bygging var tekin í notkun í desember 2018. Annar áfangi fólst í því að endurnýja suðvesturálmu sem er húsnæði karlmanna í Hlaðgerðarkoti. Á efri hæð byggingarinnar, sem áður hýsti eldhús, íbúð og herbergi fyrir skjólstæðinga, eru nú 16 herbergi af hæstu gæðum. Sem fyrr segir er þriðji áfangi framkvæmda nú hafinn en fjórði áfangi mun síðar fela í sér lagfæringar á miðhluta gamla hússins og mögulega á viðbyggingu til norðurs. Allar framkvæmdir á svæðinu hafa verið fjármagnaðar sérstaklega með styrkjum fyrirtækja, styrktarsjóða og einstaklinga auk sjálfboðaliða en ekki er svigrúm til að fjármagna þær með rekstrarfjármagni Samhjálpar. Verkefnið hófst formlega með landssöfnun á Stöð 2 árið 2015 þar sem söfnuðust um 85 milljónir króna. Í framhaldi af því hófst undirbúningur. Meðferðarstarf í Hlaðgerðarkoti hefur tekið miklum framförum á liðnum árum og er liður í þeirri framþróun að bæta aðstöðuna sem þar er í boði, bæði fyrir skjólstæðinga og starfsfólk. Stefnt er að því að húsnæði og allur aðbúnaður verði til fyrirmyndar og eins góður og kostur er á. Til að svo megi verða verður áfram þörf á góðhjörtuðum einstaklingum sem ýmist styrkja starfið með fjárframlögum, vörum eða í sjálfboðastarfi. Samhjálp stendur í mikilli þakkarskuld við þá sem veitt hafa stuðning við uppbygginguna fram til þessa. Þriðji áfangi fram­ kvæmda hafinn í Hlaðgerðarkoti Hér má sjá yfirlitsmynd af húsakosti í Hlaðgerðarkoti og því fallega svæði sem þar er í kring. Næst okkur á myndinni er nýja byggingin, sem inniheldur fjölnota sal, eldhús og aðstöðu fyrir lækni og hjúkrunarfræðing. Eldhúsið nær inn í eldri byggingu, sem er á tveimur hæðum, en á efri hæðinni er í dag að finna 16 herbergi fyrir karla. Fyrir miðju er elsta byggingin á svæðinu – og sú sem nú er undir framkvæmdum – og í framhaldi af henni, til hægri á myndinni, er viðbygging sem inniheldur herbergjagang fyrir konur. Magnús Sædal Svavarsson byggingarstjóri. Þriðji áfangi framkvæmda í Hlaðgerðarkoti er nú hafinn, en framkvæmdir hafa staðið yfir frá árinu 2016, þegar fyrsta skóflustungan var tekin að nýrri byggingu á lóðinni, svokölluðu húsi 4.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjE3NDU=