juli 2021
22 R ósý Sigþórsdóttir, sem tók við starfi verkefnastjóra á Kaffistofu Samhjálpar í desember 2020, lét fljótt til sín taka á Kaffistofunni. Ráðist var í nauðsynlegar lagfæringar og breytingar á Kaffistofunni sem bætt hafa aðstöðuna bæði fyrir starfsmenn og skjólstæðinga. Gerðar voru breytingar bæði innanhúss og utandyra við Kaffistofuna. Frystigámur var fjarlægður af lóðinni og öll sorphirða og flokkun var bætt til muna með betri og stærri sorpgámum. Hvort tveggja felur í sér töluverðan sparnað fyrir Samhjálp. Þá var einnig ráðist í viðhaldsvinnu utanhúss. Innandyra var einnig ráðist í nauðsynlega viðhaldsvinnu en samhliða því gerðar breytingar sem fela í sér bætt skipulag og breytt verklag við framreiðslu. Settar voru upp aukahillur, öll ræsting á húsinu var tekin í gegn og loks var málað. Í því samhengi er gaman að nefna að það var Karly Fredrikson frá Kirkju sjöunda dags aðventista sem hafði að fyrra bragði samband við Samhjálp og bauð aðstoð unglingastarfs kirkjunnar, sem vildi láta gott af sér leiða. Kirkjufólk hafði milligöngu um að útvega málningu og aðstoðaði einnig við málningarvinnu. Fyrir það kann Samhjálp því miklar þakkir. Rósý segir í samtali við Samhjálparblaðið að breytingarnar hafi haft mikil og jákvæð áhrif á þá sem nýta sér þjónustu Kaffistofunnar. „Fyrir utan það að vera vel skipulagt er allt orðið hreinlegra,“ segir Rósý. „Það hefur einnig í för með sér að fólk ber meiri virðingu fyrir staðnum og gengur því betur um. Kaffistofan er heimilislegri og hlýlegri en áður og maður finnur að fólk kann að meta það. Þannig líður öllum betur og fólk finnur sig velkomið.“ Rósý segir Kaffistofuna ekki eingöngu vera eldhús sem bjóði upp á mat heldur gegni hún einnig stóru félagslegu hlutverki. Víðtækar breyt ingar á Kaffistofu Samhjálpar Breytingar á Kaffistofu Samhjálpar hafa leitt til þess að bæði staðurinn og andrúmsloftið er hvort í senn heimilislegra og hlýlegra. „Þess vegna er mikilvægt að andrúmsloftið sé þægilegt og að þeim sem þangað leita sé mætt af hlýju,“ segir hún. Kaffistofa Samhjálpar er opin allan ársins hring, þar með talið alla hátíðardaga, og þar eru veittar um 67.000 máltíðir á ári. Ásamt rekstri meðferðarheimilis í Hlaðgerðarkoti og áfangaheimilis fyrir þá sem lokið hafa meðferð má segja að rekstur Kaffistofunnar sé einn stærsti þátturinn í starfi Samhjálpar. Rekstur Kaffistofunnar er einnig til þess fallinn að hjálpa þeim sem eru að stíga fyrstu skref sín eftir afplánun í fangelsi, þar sem margir af starfsmönnum hennar hverju sinni dvelja á Vernd eða hafa verið dæmdir til samfélagsþjónustu.
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjE3NDU=