juli 2021

21 Óbreytt stjórn Stjórn Samhjálpar var óbreytt að loknu aðalfundi í júní 2021. Í henni sitja Guðfinna Helgadóttir, sem jafnframt er formaður, Þóra Gréta Þórisdóttir, Hafliði Kristinsson, Valgerður H. Jensen og Guðjón Norðfjörð. Samhjálp þakkar stjórn, stjórnendum og starfsmönnum fyrir vel unnin störf við krefjandi aðstæður á árinu 2020. happdrættismiðum, merkjum og pennum. Salan á þessum vörum var takmörkuð á árinu 2020 vegna kórónuveirufaraldursins en gera má ráð fyrir að hún hefjist á ný á þessu ári. Þá var hinu árlega Kótilettukvöldi Samhjálpar aflýst á árinu 2020 vegna samkomutakmarkana en nú er unnið að því að endurvekja þann viðburð á ný. Aukin þjónusta á Brú Áfangaheimilið Sporið var aflagt á árinu samhliða aukinni áherslu á betri þjónustu og yfirsýn á þá skjólstæðinga sem dvelja á öðrum áfangaheimilum Samhjálpar. Þau eru í dag þrjú: Miklabraut 18 sem rekið er samkvæmt samningi við Reykjavíkurborg og í samstarfi við félagsþjónustu borgarinnar, Nýbýlavegur í Kópavogi sem rekið er samkvæmt samningi við Kópavogsbæ og loks áfangaheimilið Brú. Rekstur áfangaheimilanna er mikilvægur þáttur í starfi Samhjálpar og njóta skjólstæðingar samtakanna góðs af því að dvelja þar. Þannig má sem dæmi nefna að mörg þeirra sem ljúka meðferð í Hlaðgerðarkoti dvelja eftir það á áfangaheimilinu Brú á meðan þau eru að fóta sig á ný í lífinu. Þar njóta þau stuðnings Samhjálpar auk annarrar félagsaðstoðar við hæfi. Breytingar á Kaffistofu Samhjálpar Heildarfjöldi heimsókna á Kaffistofu Samhjálpar var um 67.500 á árinu 2019 en fækkaði lítillega á árinu 2020 vegna faraldursins. Kaffistofan er opin alla daga ársins, einnig yfir hátíðir. Ráðinn var nýr yfirmaður Kaffistofunnar og áfram var haldið í stefnumótunarvinnu og öðrum skipulagsbreytingum. Eins og fyrri ár nýtur Kaffistofa Samhjálpar góðs af samstarfi við Vernd fangahjálp, en þeir sem þar dvelja starfa margir hverjir á Kaffistofunni til styttri eða lengri tíma. Eins og fjallað er um hér í blaðinu var einnig ráðist í nauðsynlegar lagfæringar á Kaffistofunni í þeim tilgangi að bæta aðstöðuna þar. Þær lagfæringar tókust vel og fela einnig í sér minni rekstrarkostnað, meðal annars vegna sorphirðu og rafmagnskaupa. Mikið var lagt upp úr því að gera dvölina í Hlaðgerðarkoti sem besta þrátt fyrir að heimsfaraldur geisaði. Lagður var grunnur að matjurtagarði þar sem skjólstæðingar nutu þess að verja gæðastundum. Framkvæmdir í Hlaðgerðarkoti héldu áfram, bæði innanhúss og á lóðinni. Nýju fjáröflunarkerfi, Vinir Samhjálpar, var hleypt af stokkunum í lok árs 2020. Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra heimsótti Hlaðgerðarkot á árinu. Mótorhjólaklúbburinn Trúboðar kom færandi hendi og studdi myndarlega við starf Samhjálpar. Samhjálp tók á móti fjölda styrkja og gjafa á árinu. Hér tekur Samhjálp við gjöf frá Oddfellow.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjE3NDU=