juli 2021
20 K órónuveirufaraldurinn hafði umtalsverð áhrif á starfsemi Samhjálpar á árinu 2020, rétt eins og aðra þætti samfélagsins. Stjórnendur Samhjálpar brugðust hratt við þegar faraldurinn gerði vart við sig hér á landi og undirbjuggu viðbragðsáætlun í samstarfi við dr. Sveinbjörn Gizurarson, prófessor í lyfjafræði og lyfjafræðing Samhjálpar. Viðbragðsáætlunin var tilbúin í lok febrúar, en Valdimar Þór Svavarsson, framkvæmdastjóri Samhjálpar, og Helga Lind Pálsdóttir, forstöðumaður í Hlaðgerðarkoti, báru ábyrgð á því að framfylgja henni. Þá var verkstjórn einnig í höndum þeirra, sem og Sigurgeirs T. Höskuldssonar læknis, Helgu Drafnar Helgadóttur hjúkrunarfræðings og Sveinbjörns. Viðbragðsáætlunin miðaði að því að lágmarka áhrif og afleiðingar faraldursins á starfsemi Samhjálpar og tryggja öryggi og velferð bæði starfsmanna og skjólstæðinga Samhjálpar. Unnið var markvisst að því að draga úr smithættu og lágmarka útbreiðslu faraldursins á starfsstöðvum, halda starfsfólki vel upplýstu og samræma starfsemi samtakanna við þær samkomutakmarkanir sem voru í gildi hverju sinni og aðrar takmarkanir á meðferðar- og hjálparstarfi. Þá fólst einnig kostnaður í því að tryggja sóttvarnir og nýja verkferla á starfsstöðvum Samhjálpar, þá sérstaklega í Hlaðgerðarkoti og á Kaffistofu Samhjálpar. Valdimar Þór rakti ferlið á aðalfundi Samhjálpar og sagði að vel hefði tekist til við að tryggja sóttvarnir. Enginn starfsmaður eða skjólstæðingur sýktist af veirunni og ekki gerðist þörf á því að loka neinni af starfsstöðvum Samhjálpar. Í þessu öllu saman felst einnig dýrmæt reynsla til að takast á við breyttar aðstæður með skömmum fyrirvara, auk þess sem sumir af þeim nýju verkferlum sem teknir voru upp eru komnir til að vera. Rétt er að hafa í huga að áhrifa faraldursins gætti einnig á fyrri hluta ársins 2021. Röskun á starfsemi Eins og gefur að skilja varð töluverð röskun á starfi Samhjálpar vegna faraldursins, þá sérstaklega í Hlaðgerðarkoti, þar sem fækka þurfti innlögnum, banna heimsóknir og fleira. Með færri innlögnum lengdust biðlistar í meðferð og mun taka einhvern tíma að vinda ofan af því. Faraldurinn hafði líka áhrif á starfsemi Kaffistofu Samhjálpar. Vegna samkomutakmarkana þurfti að takmarka fjölda gesta hluta ársins og um tíma fengu skjólstæðingar Kaffistofunnar veitingar afhentar í bökkum sem þeir gátu tekið með sér. Þá minnkuðu einnig matargjafir til Kaffistofunnar frá fyrirtækjum, sem skýrist að mestu leyti af minni framleiðslu þeirra aðila sem stutt hafa Kaffistofuna með matargjöfum og minni umsvifum annarra aðila sem gert höfðu slíkt hið sama. Hagræðing í rekstri Þrátt fyrir að faraldurinn hafi haft töluverð áhrif á starfsemi Samhjálpar einbeittu stjórnendur samtakanna sér samhliða að öðrum mikilvægum verkefnum. Starfsgildum hjá Samhjálp var fækkað lítillega á árinu og unnið var með skipulögðum hætti að einföldun fjármálastjórnar, almennri hagræðingu og niðurgreiðslu skulda. Unnið var markvisst að mannauðsmálum, að fjármálum samtakanna, stefnumótun og aukinni faglegri áherslu í meðferðarstarfi og loks framkvæmdum í Hlaðgerðarkoti, eins og fjallað er um hér á síðum blaðsins. Tveimur af stærstu áföngum framkvæmdarinnar er lokið og aðstaðan í Hlaðgerðarkoti hefur tekið stakkaskiptum fyrir starfsfólk og skjólstæðinga. Þriðji áfangi er nú þegar hafinn. Þá var kvennadeild Samhjálpar endurnýjuð að mestu fyrir tilstuðlan sjónvarpsþáttanna Skreytum hús á Stöð 2. Samhliða því var búin til sérstök setustofa sem eingöngu er ætluð konum og mun það hafa mikil og góð áhrif á meðferðarstarf í Hlaðgerðarkoti. Farið var í stefnumótun með forstöðumanni Hlaðgerðarkots, ráðgjöfum og vaktmönnum vegna meðferðarstefnu og áherslna í áfangaheimilismálum. Þá var einnig lögð áhersla á að auka samskipti við önnur góðgerðarsamtök sem og fagaðila á sviði meðferðar- og eftirmeðferðarstarfs. Nýtt fjáröflunarátak Þá var nýju söfnunarátaki, Vinir Samhjálpar, hleypt af stokkum í lok árs 2020, en stuðningsaðilum átaksins fjölgaði nokkuð á árinu 2021. Þetta er í fyrsta sinn sem markvissu söfnunarátaki er hrundið af stað í einstaklingsformi og hafa viðbrögðin við því verið afar ánægjuleg. Samhjálp rekur öflugt fjáröflunarstarf allan ársins hring til að standa undir daglegum rekstri og þeim úrræðum sem standa skjólstæðingum samtakanna til boða. Samtökin reka nytjamarkað í Ármúla og aðrar fjáröflunarleiðir eru útgáfa Samhjálparblaðsins og sala á Krefjandi ár að baki Aðalfundur Samhjálpar fór fram 7. júní 2021. Starfsemi Samhjálpar tók aðmiklu leyti mið af faraldri semherjaði á heimsbyggðina en á sama tíma var ráðist í umfangsmiklar hagræðingaraðgerðir og bættan rekstur Samhjálpar. Kvennagangurinn í Hlaðgerðarkoti var endurnýjaður að stórum hluta í samstarfi við Skreytum hús og útkoman var glæsileg. Valdimar Þór Svavarsson, framkvæmdastjóri Samhjálpar.
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjE3NDU=