juli 2021

19 Erumsífellt að lærameira Lísa Margrét segir að með því að safna þessum gögnum saman á einn stað sé svo hægt að rýna í tölfræðina til að koma auga á mynstur og bæta meðferðarstarf. „Við erum alltaf að leita leiða til að greina fíknisjúkdóma betur og um leið aðferðir til að takast á við þá,“ segir hún. „Fyrir um hundrað árum vorum við að loka alkóhólista inni á geðsjúkrahúsum en vissulega hefur mikið vatn runnið til sjávar síðan þá. Þar má sérstaklega nefna tólf spora kerfi AA samtakanna. En þrátt fyrir alla þá vitneskju sem við höfum öðlast á undanförnum áratugum erum við alltaf að læra eitthvað nýtt. Það eru til dæmis ekki mörg ár síðan menn fóru að skoða áfallasögu einstaklinga í samhengi við fíknisjúkdóma.“ Þá segir Lísa Margrét að það komi á óvart hversu skýrt samhengi virðist oft vera á milli greiningar og notkunar sterkra efna. „Þá veltir maður óneitanlega fyrir sér hvort það sé einhver misbrestur á því að bregðast við fyrr, það er áður en viðkomandi leiðist út í drykkju eða fíkniefnaneyslu. Það er atriði sem heilbrigðisyfirvöld þurfa að skoða betur og meta,“ segir hún. „Eins getum við með tölfræði, bæði lýsandi og ályktunartölfræði, séð hvaða þróun hefur átt sér stað hjá þeim sem koma aftur og aftur í meðferð, hvort neysla þeirra hafi orðið meiri með tímanum, hvort þau hafi fært sig yfir í harðari efni eða ekki og þannig mætti áfram telja.“ Vill nýtamenntunina til að hjálpa öðrum Lísa Margrét, sem er Siglfirðingur, stundar nám í sálfræði og íslensku við Háskóla Íslands og er nú á öðru ári. Hún segist brenna fyrir málefnum áfengissjúklinga og fíkla og það hafi meðal annars ráðið því að hún ákvað að nema sálfræði. „Ég hef sjálf góða reynslu af bæði sálfræðiráðgjöf og áfengisráðgjöf vegna einstaklinga sem standa mér nærri og þekki því hversu mikilvægt það er að geta aðstoðað aðra,“ segir hún. „Ég vona að menntun mín nýtist í þeim tilgangi að hjálpa öðrum, hvort sem það er við greiningu gagna – sem við vinnummikið með í sálfræði – eða við ráðgjöf síðar. Það er mjög gaman að sjá hversu gott starf er unnið í Hlaðgerðarkoti, mikil áhersla er lögð á fagleg vinnubrögð og það er magnað að verða vitni að því þegar fólk sem áður var í vonlausri stöðu nær bata.“ Spurð hvort og hvernig tölfræðigögn sem þessi nýtist við eftirmeðferð segir Lísa Margrét að í dag sé haldið utan um það hvaða skref fólk stígi að lokinni meðferð, hvort það snúi á eigið heimili, hvort það fari á áfangaheimili og svo framvegis. Aftur á móti sé ekki langt síðan farið var að skrá gögn með slíkum hætti og því eigi sú saga eftir að skrifa sig með tímanum. „Gögnin verða betri með tímanum og við erum að taka samanmeiri upplýsingar en áður,“ segir hún. „Það mun hjálpa okkur til lengri tíma til að gera meðferðarstarfið enn betra, sem er markmið okkar.“

RkJQdWJsaXNoZXIy MjE3NDU=