juli 2021

18 Þ að er ekkert launungarmál að meðferðarstarf hefur tekið miklum framförum á liðnum árum og áratugum frá því sem áður var. Eins og fjallað hefur verið um hér á síðum Samhjálparblaðsins er í auknum mæli horft til annarra þátta en eingöngu neyslu þegar kemur að því að meta hæfilegt meðferðarúrræði fyrir einstaklinga. Þannig má nefna þætti eins og andleg eða geðræn vandamál og áfallasögu svo að tekin séu dæmi. „Gögnin sem við erum að vinna með sýna ákveðna sögu, meðal annars hversu oft má rekja fíknivanda til annarra þátta,“ segir Lísa Margrét spurð um verkefnið. „Við sjáum til dæmis ákveðið samhengi í því hversu margir sem leita í meðferð eru greindir með athyglisbrest og ofvirkni eða eiga að baki þunga áfallasögu. Eftir því sem skráningu á slíkum gögnum hefur miðað fram hefur það gefið okkur betri mynd af þessum þáttum.“ Gögnin sem Lísa Margrét hefur unnið með ná aftur til ársins 1983 en hún segir að mögulega séu til eldri gögn, enda hafi meðferðarstarf í Hlaðgerðarkoti verið starfrækt lengur. Ekki verður því komist hjá því að spyrja hana hversu skýra sögu svo gömul gögn segi, þar sem ætla má að á þeim árum hafi verið misbrestur á því að skrá áfallasögu fólks eða horfa til þátta á borð við geðræn vandamál. „Það er mjög eðlileg spurning og við höfum auðvitað þann fyrirvara á vinnu okkar,“ segir Lísa Margrét. „Aftur á móti kunna þessi gögn að segja aðra sögu sem við þurfum að horfa til í því samhengi sem við á miðað við þann tíma. Gagnagrunnurinn mun alltaf segja okkur ákveðna sögu um hegðun og mynstur, til dæmis hvort og hvernig neysla hefur breyst eftir efnum, aldri og fleiri þáttum.“ Hún bætir því við að á liðnum árum hafi þó orðið miklar framfarir í skráningu þegar kemur að innlögnum skjólstæðinga. Þannig séu sjúkdómagreiningar, áfallasögur og fleira skráð með ítarlegri hætti en áður og gefi því betri mynd af stöðu viðkomandi – og um leið efni í stærri gagnagrunn. Sagan skráðmeð tölfræði Lísa Margrét Gunnarsdóttir sálfræðinemi hefur frá því í byrjun júní unnið að því að búa til heildstæðan gagnagrunn á rafrænu formi fyrir Hlaðgerðarkot. Gagnagrunnurinn gefur góða mynd af neysluþróun og öðrummikilvægumþáttum, sembætir meðferðarstarfið til lengri tíma og byggir grunn að auknu forvarnastarfi.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjE3NDU=