juli 2021

17 Guðjón Þór, borehf@borehf.is Fyrirtækið Bor ehf starfar við steypusögun og kjarnaborun og hefur verið starfrækt síðan 1998 á sömu kennitölunni og er þar af leiðandi komið með viðamikla reynslu á þessu sviði. Óskar þú frekari upplýsinga eða tilboðs er ég ávallt til þjónustu reiðubúinn Sími: 895 9490 Þakklætið áþreifanlegt Eins og fram kemur hér til hliðar hafði Rósa Björg umsjón með undirbúningi að opnun Skjólsins og hefur stýrt starfinu frá því að það hófst. Hún starfaði áður í Konukoti og býr því að mikilli og góðri reynslu frá því starfi. „Mér fannst þetta spennandi verkefni og þakklætið sem við fáum er áþreifanlegt,“ segir Rósa Björg. „Ég er mjög stolt af þessu starfi og allir þeir sem komu að undirbúningi þess eiga mikið hrós skilið. Það var full þörf á þessu úrræði og við finnum að þetta er vel metið af þeim konum sem hingað leita.“ Rósa Björg starfaði lengi vel sem kennari en greindist sjálf með MS-sjúkdóminn árið 2006, þá aðeins 27 ára gömul. Þá hóf hún nám í mannauðsstjórnun í Háskóla Íslands og bætti síðar við sig diplóma á meistarastigi í sálgæslu. „Þessi menntun nýtist mér vel í því starfi sem ég sinni í dag, en umfram allt skiptir máli að sýna aðstæðum kvennanna skilning og öðlast traust þeirra til að deila áfallasögu sinni. Þannig getum við veitt þeim þá aðstoð sem þær óska eftir hverju sinni til að auka lífsgæði þeirra á þeim stað þar sem þær eru staddar.“

RkJQdWJsaXNoZXIy MjE3NDU=