juli 2021
16 fyrir alvarlegum áföllum í lífinu og þurfa á viðeigandi aðstoð að halda.“ Þá segir Rósa Björg að Skjólinu sé ætlað að bera nafn með rentu, að vera skjól fyrir konur sem þurfi ýmist á hvíld að halda eða annarri aðstoð og þjónustu. „Við viljum mæta konunum á þeim stað þar sem þær eru staddar, hlusta á sögurnar þeirra og vera til staðar fyrir þær. Við leggjum áherslu á að mæta þeim með hlýju og kærleika,“ segir hún. „Við vitum í raun aldrei hvernig dagurinn verður og það fjölgar enn í þeim hópi sem hingað leitar. Þess utan erum við ekki enn búnar að ná til allra hópa, við eigum til dæmis eftir að nálgast skjólstæðinga Frú Ragnheiðar betur ásamt öðrum konum.“ Fjölbreytt úrræði Skjólið er opið kl. 10–15 á daginn. Sem fyrr segir eru dagarnir ólíkir í Skjólinu og þarfir þeirra kvenna sem þangað leita eru ólíkar. Þær sem þurfa á hvíld að halda hafa aðgang að svefnaðstöðu, konurnar geta komist í sturtu, þvegið föt sín og þá er boðið upp á næringarríkan hádegisverð hvern dag. Þá er einnig til skoðunar að geta boðið upp á snyrtimeðferðir, klippingu eða aðra sambærilega þjónustu. Þessu til viðbótar þurfa sumar konur einfaldlega á félagsskap að halda í öruggu umhverfi og „Fyrir heimilislausa konu er ekki nóg að ljúka afvötnun eðameðferð ef hún hefur síðan engin frekari úrræði til að leita í. Jafnvel þó svo að hún nái að losa sig undan áfengisdrykkju eða vímuefnanotkun er allt annað eftir, misjafnar aðstæður, oft flóknar tilfinningar og óvissa með framhaldið.“ “ aðrar þjónustu fagaðila eins og áður hefur verið rakið. „Við viljum veita þeim frið og ró í þeim aðstæðum sem þær eru í og gefa þeim aðgang að þeirri þjónustu sem þær þurfa á að halda,“ segir Rósa Björg. „Konur eru líklegri til að leita sér aðstoðar ef þær vita hvar hana er að finna, hvort sem það er skjól og öruggar aðstæður eða fagleg aðstoð þeirra sem starfa á þessu sviði.“ Spurð um fíknivanda kvenna segir Rósa Björg mikilvægt að öll kerfi tali saman þegar kemur að stoðþjónustu við þá sem ýmist glíma við fíknivanda eða hafa lokið meðferð. „Tíminn eftir meðferð getur verið erfiður og það er oft flókið að fóta sig í lífinu á ný,“ segir Rósa Björg. „Fyrir heimilislausa konu er ekki nóg að ljúka afvötnun eða meðferð ef hún hefur síðan engin frekari úrræði til að leita í. Jafnvel þó svo að hún nái að losa sig undan áfengisdrykkju eða vímuefnanotkun er allt annað eftir, misjafnar aðstæður, oft flóknar tilfinningar og óvissa með framhaldið. Þess vegna er mikilvægt að tengja saman mörg og fjölbreytt úrræði þannig að hægt sé að veita öllum þá aðstoð sem þær þurfa raunverulega á að halda, hvort sem það eru búsetuúrræði, félagsþjónusta eða annað.“ Una Sigrún og Rósa Björg undirbúa hádegisverð í Skjólinu.
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjE3NDU=