juli 2021

15 hefur verið fjallað um. Við lögðum töluverða vinnu í að greina þörfina og hvernig best væri að reka úrræði á borð við Skjólið. Við eigum okkur fjölmarga samstarfsaðila, til dæmis Konukot og Frú Ragnheiði, Velferðarsvið Reykjavíkurborgar og fleiri aðila. Þær sem hingað koma hafa aðgang að úrræðum í samstarfi við fagaðila sem hafa með þessa málaflokka að gera.“ Skjólið er starfrækt í húsnæði sem er í eigu Þjóðkirkjunnar og hentar að sögn Rósu Bjargar vel fyrir starfsemina. Þó á eftir að skýrast frekar hver þörfin er hvað starfsemina varðar og er notendasamráðið þar mikilvægt, en það miðar þó alltaf við það fjármagn sem er til staðar. Í dag starfa í Skjólinu auk Rósu Bjargar þær Una Sigrún Ástvaldsdóttir, Fjóla Halldórsdóttir og Magnea Sverrisdóttir djákni. Skökkmynd af heimilislausu fólki Aðspurð segir Rósa Björg að ekki sé hægt að skilgreina heimilislausar konur á einfaldan hátt. Þær glími við fjölbreyttan vanda, komi úr ólíkum aðstæðum og eigi misjafnt bakland. „Myndin sem við sem samfélag höfum af heimilislausu konunni er mjög skökk,“ segir Rósa Björg. „Við höfum þessa mynd af fólki sem er illa farið af drykkju eða neyslu, skítugt og illa til haft og dvelur löngum stundum í miðbæ Reykjavíkur. En reyndin er sú að heimilislausir bera ekki heimilisleysið utan á sér í flestum tilfellum, ná að bera sig vel, hafa jafnvel stundað vinnu en hafa misst fótanna. Þegar nánar er að gáð eru þetta þó almennt konur sem hafa orðið „Við viljumveita þeim frið og ró í þeim aðstæðum semþær eru í og gefa þeimaðgang að þeirri þjónustu semþær þurfa á að halda.“ “ Una Sigrún Ástvaldsdóttir og Rósa Björg.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjE3NDU=