juli 2021
14 R ósa Björg Brynjarsdóttir, umsjónarkona Skjólsins, segir í samtali við Samhjálparblaðið að um 40 konur hafi nýtt sér þjónustu heimilisins frá því að það var opnað. „Hingað koma konur á öllum aldri, sem eru eins ólíkar og þær eru margar,“ segir Rósa Björg. „Sumar eiga við fíknivanda að stríða en aðrar við geðrænan vanda og sumar hvoru tveggja. Þá leita einnig hingað konur sem búa við óöruggar aðstæður eða þurfa á ýmiss konar þjónustu að halda, þurfa að fá aðstoð félagsráðgjafa eða önnur félagsleg úrræði og þannig má áfram telja.“ Skjólið var opnað að frumkvæði sr. Agnesar M. Sigurðardóttur biskups og er rekið af Hjálparstarfi kirkjunnar. Fyrirmyndin að Skjólinu er sótt til sambærilegra úrræða í Boston í Bandaríkjunum. Að sögn Rósu Bjargar hafði töluverður undirbúningur að opnun Skjólsins átt sér stað innan Þjóðkirkjunnar en sjálf hóf hún störf í byrjun nóvember í fyrra, um fjórum mánuðum fyrir opnun. „Við erum ekki að finna upp hjólið heldur nýta þá þekkingu sem fyrir er, bæði hér á landi og erlendis,“ segir Rósa Björg. „Skjólið er viðbótarþjónusta fyrir heimilislausa og þann markhóp sem hér Mæta konummeð hlýju og kærleika Skjólið, opið hús fyrir konur semglíma við heimilisleysi, búa við óöruggar aðstæður eða eru nýkomnar í búsetuúrræði eftir heimilisleysi, opnaði starfsemi sína í lok febrúar á þessu ári. Skjólinu er ætlað að vera öruggur samastaður semkonur geta sótt að degi til.
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjE3NDU=