juli 2021

11 bata, sama hversu mikla eða langa neyslu viðkomandi eigi að baki. „Það voru allir búnir að afskrifa mig og biðu bara eftir því að ég færi undir græna torfu. Það var samt alltaf einhver von í mér, þó svo að hún yrði alltaf minni og minni með tímanum,“ segir hún. „Þetta er magnað líf sem ég á í dag og ég græt ekki þau ár sem ég glataði í neyslu. Ég fór þessa leið og ég get nýtt mér það til góðs og til að hjálpa öðrum. Þetta er í boði fyrir alla sem vilja. Mér þykir líka vænt um gömlu mig, því hún hefur kennt mér margt. Á sama tíma átta ég mig á því að ég mun aldrei verða hún aftur, sem betur fer enda er ég breytt. Ég fékk eitt líf, lifði öðru lífi síðar og hef nú fengið þriðja lífið.“ Magdalena segir að oft séu gerðar óraunhæfar kröfur til þeirra sem eru í bataferli. Þannig vilji þau sem standi þeim næst oft sjá hraðan bata og skilji stundum ekki að bataferlið tekur tíma og er í raun miklu lengra en meðferðin sjálf. „Þetta er mjög einstaklingsbundið og aldrei hægt að segja nákvæmlega til um hversu langan tíma bataferlið tekur. Stundum finnst fólki bara nóg að Einfalda þarf aðkomu að vinnumarkaði Þrátt fyrir þau miklu úrræði sem í boði eru fyrir fólk í bata vekur Magdalena að fyrra bragði máls á því hversu erfitt það getur verið að koma aftur inn á vinnumarkað hafandi verið á örorkubótum. Sjálf ákvað hún að stíga varfærin skref inn á vinnumarkað sumarið 2018 og lét Tryggingastofnun þá vita að hún hefði fengið hlutastarf. Hún vildi að eigin sögn prófa sig áfram þó svo að hún hefði vitað að launað starf myndi skerða bætur hennar. Það reyndist þó heldur flóknara en hún hafði gert ráð fyrir. „Þetta kerfi þarf að bæta, það er ekki til þess fallið að hjálpa fólki sem er í bataferli eftir ýmiss konar áföll í lífinu og vill stíga aftur skref inn á vinnumarkað,“ segir Magdalena. „Það er allra hagur að breyta þessu, bæði fyrir samfélagið sem nýtur vinnuaflsins og ekki síður fyrir viðkomandi einstaklinga sem þurfa á því að halda að geta fótað sig upp á nýtt, á sínum hraða, búið sér til rútínu og tekist á við ábyrgð.“ „Ég hef verið einstaklega heppin því ég hef verið umvafin góðu fólki, bæði hjá Samhjálp og annars staðar.“ “ Maríulaxinn, 18 punda hrygnu, veiddi Magdalena í Moldarhyl í Eystri-Rangá árið 2019. viðkomandi hristi þetta af sér, fari í meðferð og lifi síðan eðlilegu lífi eftir það. Þetta er bara ekki svona einfalt,“ segir hún. „Í öðrum tilvikum vilja aðstandendur sem minnst af viðkomandi vita fyrr en hann eða hún hefur náð árangri. Það getur átt sér eðlilegar skýringar, því aðstandendur geta líka verið búnir að margbrenna sig á viðkomandi og hafa þar af leiðandi ekki mikla trú á honum. Síðan eru þeir sem þurfa í raun bara að fá frið í bataferli sínu. Það sem ég á við með því er að fólki er ekki endilega mikill greiði gerður þegar einhver, til dæmis náinn aðstandandi, ætlar sér að leysa öll mál fyrir það – hvort sem það er að greiða leigu, útvega fólki starf eða hafa áhrif á aðra þætti í lífinu. Það er iðulega gert með góðum hug en er ekki endilega það sem einstaklingur í bata þarf á að halda. Fólk í bata þarf frekar á því að halda að einhver veiti því stuðning til að taka eigin ákvarðanir, taka ábyrgð á lífi sínu og finna sjálft út úr hlutunum.“ Að því sögðu kveðjum við þessa glaðlyndu konu sem er ófeimin við að segja sögu sína. Hún klárar kaffibollann með því að segja skemmtilegar veiðisögur, en stangveiðin hefur átt hug hennar síðastliðin ár. Það er góður endir á þessari sögu.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjE3NDU=