Samhjalp des2021

9 Þrátt fyrir að ég væri að sjá um stór verkefni í vinnunni fannst mér ég alltaf vera ómerkileg og lítils virði. Ég var alltaf að leita leiða til að sættamig við hver ég var, sættast við sjálfa mig, en gat það ekki fyrir nokkramuni. “ „Ég fór þó fljótt út þaðan aftur, enda taldi ég mér trú um að ég væri ekki alkóhólisti og þyrfti því ekki neina hjálp. Ég var þó mjög reið, upplifði mikla reiði út í allt og alla. Þessi reiði kom berlega fram í neyslu, ég svaf ekki, mætti ósofin í vinnu og smátt og smátt molnaði undan öllu,“ segir Tinna. Áglæpaslóð Og lýsingarnar halda áfram. Árið 2016 varð vendipunktur í lífi Tinnu. „Um árabil hafði ég umgengist fólk sem gat fúnkerað samhliða neyslu en þarna fór ég að umgangast fólk sem gerði það ekki,“ segir Tinna. „Ég taldi mig vera betri en annað fólk, sem var auðvitað hrokafullt og kolröng hugsun. Á þessum tíma vorum við í neyslu allan sólarhringinn, jafnvel heima hjá mér, þannig að sonur minn vaknaði á morgnana við það að fólk var í neyslu í stofunni. Þetta var ömurlegur tími og enn ömurlegra að sonur minn hafi þurft að upplifa þetta.“ Í lok árs 2016 lét Tinna af störfum í tísku- og kvikmyndageiranum og tók í raun þá ákvörðun að lifa af bótum. Hún sinnti þó öðrum störfum, meðal annars við þrif á íbúðum sem leigðar voru út til ferðamanna, íbúðum sem voru í eigu fólks sem flutti inn fíkniefni. Hún umgengst nær eingöngu fólk sem flokka mætti sem glæpamenn enda var hún, að eigin sögn, sjálf farin að stunda glæpi á þessum tíma til að fjármagna daglega neyslu sína. Allt hafði þetta þó afleiðingar. Barnsfaðir hennar tók eldri son hennar til sín og sjálf missti hún fóstur stuttu síðar. Hún flutti vestur á Hnífsdal til móður sinnar en hélt þó uppteknum hætti. „Ég var mjög veik, var farin að selja fíkniefni sjálf og allt í tómu rugli hjá mér,“ segir Tinna. „Ég flutti aftur suður haustið 2018, ætlaði að leigja mér íbúð í bænum og halda sama lífsstíl áfram. Það fór nú ekki betur en svo að ég leigði svítu á hóteli í 11 daga og var eftir það komin á götuna. Þetta var skelfilegur tími, ég vildi í raun ekki lifa en vildi þó heldur ekki fara í meðferð. Ég leit á það sem einhvers konar uppgjöf, uppgjöf fyrir þeim viðvörunum sem ég hafði fengið fá fólkinu í kringum mig og uppgjöf fyrir samfélaginu. Þetta er sjúkt ástand og það er skrýtið að segja frá þessu svona eftir á.“ Á einum tímapunkti fór Tinna þó með son sinn í bíó til að sjá kvikmyndina Lof mér að falla. Þar blasti kaldur raunveruleikinn við henni og hún uppgötvaði að hún var sjálf að stefna sömu leið og viðfangsefni myndarinnar. Henni tókst þó að fela þær tilfinningar fyrir syni sínum. Með hjálp sinna nánustu voru þó breytingar í vændum hjá Tinnu. Barnsfaðir hennar og eldri vinkonur gripu inn í og mæltu með því að hún færi í meðferð. Fyrstu viðbrögð hennar voru þau að ráðast að þeim en að lokum samþykkti hún að hafa samband við Vog. Það fór þó ekki betur en svo að hún mætti ölvuð í viðtalið. „Ég gat ekki haldið mér edrú en fékk þó loks inni hjá pabba og konu hans, sem reyndust mér afskaplega vel,“ segir Tinna, en eiginkona föður hennar hafði milligöngu um að Tinna kæmist inn á Hlaðgerðarkot. „Ég þurfti þó að vera edrú í ákveðinn tíma áður og þarna vildi ég standa mig. Mig langaði svo að sýna pabba að ég gæti þetta og hafði þarna í fyrsta skipti í langan tíma eitthvað til að stefna að,“ segir Tinna. „Ég var þó alveg farin í hausnum, datt í það og endaði í fangaklefa. Ég fékk vægt taugaáfall í lögreglubílnum því þarna áttaði ég mig á því á hvaða stað ég var komin. Ég grét hástöfum og sagði að ég yrði að fá að komast inn í Hlaðgerðarkot. Lögreglumennirnir voru þó ánægðir með það að ég væri að stefna þangað, ég þyrfti svo sannarlega á því að halda. Ég hafði svo sem lent í fangaklefa áður, en þarna fannst mér það alveg ómögulegt. Ég vissi að nú væri botninum náð.“ Á háumhælum í meðferð „Lögreglumaðurinn sem tók skýrsluna af mér daginn eftir mundi eftir mér frá fyrri tíð og ég eftir honum. Ég hafði oft þurft að eiga í samskiptum við lögregluna til að fá lánaða menn, búninga, bíla og fleira fyrir sjónvarpsefni. Hann var hlýr í framkomu og sagði við mig: „Tinna, ég man eftir þér á svo góðum stað og vil helst ekki trúa því að þú sért núna komin hingað.“ Þau orð hreyfðu við mér og fjórum dögum síðan var ég komin inn á Hlaðgerðarkot,“ segir Tinna. Þetta var 1. nóvember 2018 og Tinna hefur því nú verið edrú í rúm þrjú ár. „Ég vissi satt best að segja ekkert hvar Hlaðgerðarkot var, ég hélt að ég væri að fara langt út á land,“ segir Tinna og hlær. „Ég tók þó ákvörðun um að fara þarna inn og gera allt mjög vel. Ég ætlaði að standa mig svo vel að ég fengi að fara fyrr út – hélt að það væri bara eitthvað sem hægt væri að gera. Ég hafði meira að segja fyrir því að klæða mig fínt upp, mætti í háum hælum og í pels inn í þessa meðferð. Þetta hljómar Eftir nokkur ár í neyslu sem kostaði hana allt sem hún átti, náði Tinna bata eftir að hafa farið í meðferð í Hlaðgerðarkoti.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjE3NDU=