Samhjalp des2021
7 S aga Tinnu er að sumu leyti eins og dramatísk kvikmynd – þó með góðum endi. Eins og allar góðar sögur á saga Tinnu sér þó upphaf. Hún er yngst fjögurra systkina, fædd og uppalin í Hnífsdal hvar faðir hennar rak útgerð. Hún lýsir æskuárum sínum með fallegum hætti, hún fékk þá ást og alúð sem börn þurfa en varð aftur á móti fyrir áfalli er foreldrar hennar skildu þegar hún var 13 ára. „Það tók mikið á mig sem ungling, enda erfið upplifun í litlu sjávarplássi. Það urðu miklar deilur á milli foreldra minna í kjölfar skilnaðarins og næstu ár á eftir reyndust okkur öllum erfið,“ segir Tinna. Hún flutti í kjölfarið til systur sinnar, sem þá var um tvítugt og bjó í Reykjavík. Sá tími sem fylgdi í kjölfarið átti eftir að reynast henni örlagaríkur. „Ég byrjaði snemma að drekka áfengi og var það sem kalla mætti óþekkur unglingur,“ rifjar Tinna upp. Þegar hún var um 18 ára varð hún vör við tímabundna lömun í fótunum og þurfti í kjölfarið að fara í rannsókn vegna þess. Þá kom í ljós að hún var með taugabólgur sem þrýstu á mænuna. Læknarnir sem skoðuðu Tinnu höfðu enga skýringu á því aðra en þá að hún hefði mögulega orðið fyrir taugaáfalli fyrr á ævinni. Það var að vísu rétt mat hjá þeim, því Tinna hafði sem barn verið misnotuð af vini bróður síns og síðar, á unglingsárum eftir að hún hafði flutt til Reykjavíkur, var henni nauðgað. Hún hafði engum sagt frá þessum atburðum í lífi sínu. „Móðir mín var stödd með mér hjá lækninum, og þegar spurt var um taugaáföllin tengdi ég við þessa atburði. Ég hins vegar skammaðist mín og þorði ekki að segja frá,“ segir Tinna. „Ef ég hefði gert það hefði líf mitt kannski orðið öðruvísi en það er ekki hægt að vita það með vissu.“ Þrátt fyrir þessi áföll blasti lífið við Tinnu. Stuttu síðar kynntist hún manni og eignaðist með honum son. Hún brosir þegar hún rifjar upp þann tíma, hún naut þess að vera móðir og tók það hlutverk alvarlega. „Við áttum fallegt líf saman,“ segir Tinna og tekur fram að hún hafi ekki neytt mikils áfengis á þeim tíma. „Aftur á móti voru einkenni sem lýsa mætti sem einkennum alkóhólisma. Ég var með áráttu fyrir mörgu, til dæmis þreif ég mikið og þurfti alltaf að hafa allt tandurhreint í kringum mig. Ég var með mikla fullkomnunaráráttu, það þurfti allt að vera í röð og reglu og það mátti lítið út af bera í lífinu. Ég áttaði mig ekki á því þá, en geri það í dag, að þetta væru einkenni alkóhólisma sem ég þurfti að takast á við. Þetta er svo fölsk mynd sem maður málar af lífinu. En gallinn er sá að það er aldrei nógu hreint, aldrei neitt nógu gott.“ Vegur Tinnu lá á þessum tíma inn í tískuheiminn. Hún stóð fyrir tískusýningu þegar mágur hennar opnaði veitingastað í miðbæ Reykjavíkur og var henni í kjölfarið boðið starf hjá umboðsskrifstofunni Eskimo. Í kjölfarið fylgdu verkefni sem fólu í sér umsjón á myndaþáttum fyrir blöð og tímarit, skipulagningu á tískusýningum, framleiðslu auglýsinga, búningahönnun og leikaravali í bíómyndum og sjónvarpsþáttum auk þess sem hún varð framkvæmdastjóri yfir Ford-módelkeppninni. Alltmeð felldu á yfirborðinu Þarna átti hún glæstan starfsferil en það fór þó fljótt að halla undan fæti. „Mér gekk vel og var í starfi sem ég hafi mikla unun af. Ég var hluti af stórum vinahópi sem tengdist starfinu og var lengi vel sú eina sem drakk hóflega og notaði ekki Það er hægt að eiga frábært líf Tinna Aðalbjörnsdóttir lifði nokkuð hefðbundnu lífi á yfirborðinu en glímdi alla tíð við óöryggi og lítið sjálfsálit. Þrátt fyrir að hafa fengið gott uppeldi varð hún fyrir áföllum í æsku semhún tókst ekki á við fyrr en hún fór í meðferð í Hlaðgerðarkoti. Þá átti hún að baki áralanga neyslusögu semkostaði hana allt. Hún hefur nú náð bata og er til staðar til að segja sögu sína.
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjE3NDU=