Samhjalp des2021
5 Markmið Samhjálpar er að veita bjargir þeim einstaklingum sem halloka hafa farið í lífinu, vegna sjúkdóma, fátæktar eða annarra samfélagslegra vandamála, og með því stuðla að velferð og sjálfsbjörg þeirra. Hjálparstarf Samhjálpar á sér 48 ára sögu og allan þann tíma hafa samtökin staðið vaktina fyrir þá sem minna mega sín eða glíma við áfengis- og vímuefnavanda. Skrifstofa Samhjálpar er að Hlíðasmára 14 í Kópavogi. Þar er einnig starfrækt úthringiver til fjáröflunar. Á vegum samtakanna eru rekin ýmis úrræði og ber fyrst að nefna meðferðarheimilið Hlaðgerðarkot í Mosfellsdal. Þar er aðstaða fyrir 30 einstaklinga í meðferð hverju sinni, en að jafnaði er fjöldi manns á biðlista. Fjölmargir einstaklingar hafa farið í gegnum áfengis- og vímuefnameðferð í Hlaðgerðarkoti með góðum árangri. Um helmingur þeirra sem koma í meðferð þar eru á aldrinum 18 til 39 ára. Ásókn eftir að komast í meðferð í Hlaðgerðarkoti hefur aukist á liðnum árum og biðlisti lengist með hverju ári. Samtökin reka einnig eftirmeðferðar- og áfangaheimilið Brú, stuðningsheimili að Miklubraut 18 og Áfanga- og stuðningsheimilið að Nýbýlavegi 30 Kópavogi. Að staðaldri eru 80 manns í langtíma úrræðum hjá Samhjálp á hverjum sólarhring. Á áfangaheimilinu Brú eru 19 einstaklingsíbúðir. Til þess að komast að á Brú þurfa umsækjendur að hafa lokið meðferð í Hlaðgerðarkoti eða öðrum meðferðarúrræðum. Þeir sem dvelja á Brú þurfa að sækja um nám, vinnu eða nýta sér stuðningsnet sem í boði eru. Markmið þeirrar félagslegu aðhlynningar sem veitt er á áfangaheimilinu er að gera skjólstæðingum kleift að temja sér nýja lífshætti og varanlegt bindindi á eigin ábyrgð. Íbúum er skylt að sækja AA fundi og þá fundi og viðtöl sem eru á vegum Samhjálpar. Mikilvægt er fyrir íbúa að huga tímanlega að framtíðarlausn á húsnæðismálum sínum. Stuðningsheimilið að Miklubraut 18 er rekið í samvinnu við Velferðarsvið Reykjavíkurborgar og er heimili fyrir heimilislausa Reykvíkinga. Þar er pláss fyrir átta einstaklinga og hefur hver sitt eigið herbergi, fyrir utan einn sem hefur til umráða litla einstaklingsíbúð. Önnur að- staða er sameiginleg. Heimilið er svokallað áfangaheimili, en með miklum stuðningi. Heimilismenn eru í virku sambandi við félagsráðgjafa á vegum borgarinnar. Ásamt því á yfirmaður reglulega fundi og einkaviðtöl við heimilismenn. Markmiðið með heimilinu er að styðja þá einstaklinga sem ekki hafa náð bata eftir hefðbundnum meðferðarúrræðum. Áfanga- og stuðningsheimilið að Nýbýlavegi 30 í Kópavogi er rekið í samvinnu við Félagsþjónustu Kópavogsbæjar og er kynjaskipt. Þar er pláss fyrir átta einstaklinga og hefur hver sitt eigið herbergi. Önnur aðstaða er sameiginleg. Heimilismenn eru í virku sambandi við félagsráðgjafa á vegum Kópavogsbæjar. Ásamt því á yfirmaður og starfsmenn heimilisins reglulega fundi og einkaviðtöl við heimilismenn. Markmiðið með heimilinu er að styðja einstaklingana til að ná tökum á lífi sínu og komast aftur út í daglegt líf. Umsjónarmenn áfanga- og stuðningsheimila eru: Ragnheiður Björg Svavarsdóttir fyrir Brú (afangaheimili@ samhjalp.is) og Tryggvi Magnússon fyrir stuðningsheimilin að Miklubraut 18 og Nýbýlaveg 30 (studningsheimili@samhjalp.is ). Kaffistofa Samhjálpar er í Borgartúni 1a. Þar er boðið upp á morgunkaffi, meðlæti og heita máltíð í hádeginu alla daga ársins, þ.m.t. um helgar og helgidaga. Þjónustan er í boði fyrir fátæka, heimilislausa og aðra þá sem þurfa á aðstoð að halda. Markaður Samhjálpar er í Ármúla 11. Markaðurinn er stór liður í fjáröflun fyrir starf Samhjálpar. Hann er opin alla virka daga kl. 11-18 og laugardaga kl. 13-15. Tekið er á móti gjöfum á sama tíma. Hægt er að hringja í síma 842-2030 fyrir nánari upplýsingar. Þjónustuúrræði Skrifstofa Samhjálpar Hlíðasmára 14, 201 Kópavogi Sími: 561 1000 Netfang: samhjalp@samhjalp.is Opið: 10 - 15 virka daga Kaffistofa Samhjálpar Borgartúni 1A, 105 Reykjavík Verkefnastjóri: Rósý Sigþórsdóttir Sími: 854 8307 Netfang: kaffistofa@samhjalp.is Opið: Virka daga 10-14, helgar 11-14 & hátíðir 11-13 Hlaðgerðarkot Mosfellsdal Forstöðumaður: Helga Lind Pálsdóttir Sími: 566 6148 (símsvari) Netfang: hladgerdarkot@samhjalp.is Áfangaheimilið Brú Höfðabakka 1, 110 Reykjavík Umsjónarmaður: Ragnheiður Björg Svavarsdóttir Netfang: afangaheimili@samhjalp.is Stuðningsheimilið M18 Miklubraut 18, 105 Reykjavík Umsjónarmaður: Tryggvi Magnússon Sími: 561 1000 Netfang: studningsheimili@samhjalp.is Stuðningsheimilið Nýbýlavegi 30 Nýbýlavegur 30, 200 Kópavogur Umsjónarmaður: Tryggvi Magnússon S- 561 1000 Netfang: studningsheimili@samhjalp.is Markaður Samhjálpar Ármúla 11, 108 Reykjavík Verkefnastjóri: Helga Pálsdóttir Sími: 842 2030 Netfang: markadur@samhalp.is Opið: Virka daga 11 - 18 og laugardaga 13 - 15 Starfsemi Samhjálpar
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjE3NDU=