Samhjalp des2021
4 Útgefandi: Samhjálp Ritstjóri: Gísli Freyr Valdórsson Ljósmyndir: Bent Marinósson og fl. Auglýsingaöflun: Samhjálp Útgáfustjóri: Anna María McCrann Ábyrgðarmaður: Valdimar Þór Svavarsson Hönnun og umbrot: Samskipti Skrifstofa Samhjálpar Skútuvogur 1g, 104 Reykjavík Sími: 561 1000 Netfang: samhjalp@samhjalp.is Heimasíða: www.samhjalp.is Ef þú ert með hugmynd að efni í blaðið eða vilt senda inn grein eða ljósmynd, hafðu þá samband með því að senda póst á netfangið fjaroflun@samhjalp.is Skrifstofa Samhjálpar er opin alla virka daga frá kl. 10:00 - 15:00. 38. árgangur – 3. tölublað 2021 S amkvæmt óteljandi rannsóknum um hamingju og vellíðan eru góð félagsleg tengsl eitt það allra mikilvægasta þegar kemur að því að lifa hamingjusömu lífi. Tilfinningin um að tilheyra, vera hluti af einhverju og vita að í kringum þig er fólk sem vill þér vel er mikilvægur grunnur að því að byggja upp hamingjuna. Það eru merkilega lítil tengsl á milli velmegunar og hamingju og reyndar sýna margar rannsóknir að oft er það til vandræða að verða auðugur, sérstaklega ef það gerist hratt og án mikillar fyrirhafnar. Þá eru líka til rannsóknir sem sýna að erfiðleikar og áföll leiða ekki endilega til óhamingju, heldur fyrst og fremst hugarfarið sem einstaklingar búa yfir þegar þeir takast á við það sem lífið færir þeim. Með réttu hugarfari getur fólk ákveðið að nýta krafta sína til þess að spyrna sér frá botninum, leita eftir viðeigandi hjálp þegar þess þarf og vinna úr þeim hnútum sem bundist hafa. Með því hugarfari eru talsvert meiri líkur á að viðkomandi geti upplifað sig hamingjusaman. Hamingjan er nefnilega ekki bara augnabliks ánægjustund, heldur ekki síður gleðin sem fylgir því að komast alltaf skrefinu lengra í lífsins þraut, hversu erfið sem verkefnin eru. Til Samhjálpar leita ótalmargir einstaklingar sem hafa einhverra hluta vegna farið halloka í lífinu og hafa í mörgum tilvikum litla eða enga von um betra líf. Grunnurinn að öllu starfi Samhjálpar er fagleg vinnubrögð samhliða gildum sem staðist hafa frá upphafi mannkyns. Þar er kærleikurinn mikilvægastur, enda hefur ekkert djúpstæðari áhrif á örþreytta og brotna sál en falslaus væntumþykja og virðing, sama í hvaða ástandi fólk er eða hvaðan það kemur. Að koma fram við aðra eins og við viljum láta koma fram við okkur fellur aldrei úr gildi. Þær eru óteljandi sögurnar af fólki sem leitað hefur til Samhjálpar í gegnum tíðina og fundið þar langþráða tilfinningu um að tilheyra, að vera hluti af einhverju og í nálægð við fólk sem vill því vel. Þessi tilfinning hefur gert óteljandi einstaklingum kleift að finna rétta hugarfarið sem þarf til þess að spyrna sér frá botninum og hefja gönguna í átt að betra lífi. Fyrir marga er þessi vegferð nánast óyfirstíganleg og verkefnin oft á tíðum erfiðari en margir þurfa nokkurn tímann að upplifa. Það er engu að síður mjög algengt þegar rætt er við þessa einstaklinga að þeir nota orð eins og þakklæti, frelsi og hamingju þegar þeir lýsa því hvernig þeir hafa öðlast nýja lífssýn, sigrast á hverju verkefninu á fætur öðru og þannig færst hægt og bítandi að betra lífi. Í þessari vegferð liggur einmitt hamingjan falin og er mikilvægt að miðla því eins oft og hægt er að allir sem styðja við bak Samhjálpar eru þátttakendur í þessu fallega ferðalagi með því að veita þeim sem halloka hafa farið, möguleika, rými og stuðning til að snúa lífi sínu til betri vegar. Það er kærleikur í verki. Valdimar Þór Svavarsson er framkvæmdastjóri Samhjálpar. Hvar er hamingjan?
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjE3NDU=