Samhjalp des2021

38 Mikilvægt starf unnið hjá Samhjálp Body Shop á Íslandi styður við rekstur Kaffistofu Samhjálpar með árlegu átaki sínu Oddur hefur rekið Body Shop á Íslandi í 32 ár en verslanirnar eru nú þrjár talsins, í Kringlunni, í Smáralind og á Glerártorgi á Akureyri. Þá rekur Body Shop einnig vefverslun, en hluti af ágóða allra verslana félagsins er nýttur til góðgerðarmála. S nyrtivöruverslunin Body Shop hefur á ári hverju, í aðdraganda jólanna, látið hluta andvirði sölu félagsins renna við góðgerðarmála. Eftir tilvikum hefur Body Shop erlendis lagt til sérstök málefni en þó ekki alltaf, en þá hefur verslanakeðjan hér á landi valið sér málefni til að styrkja. Í ár mun hluti af andvirði sölu félagsins í nóvember og Norðlenskt kofareykt hangikjöt desember renna til Kaffistofu Samhjálpar. Oddur Pétursson, framkvæmdastjóri og eigandi Body Shop á Íslandi, segir í samtali við Samhjálparblaðið að hann hafi um árabil fylgst með starfi Samhjálpar og að það sé vel metið í samfélaginu. „Við erum sífellt að líta í kringum okkur til að finna samfélagsleg verkefni sem við getum styrkt með einhverjumhætti,“ segir Oddur. Hann segir að vissulega sé hægt að velja úr mörgum verkefnum enda séumargir sem vinni gott og mikilvægt starf hér á landi í þeim tilgangi að bæta líf annarra. „Ég hef fylgst með starfi Samhjálpar í gegnum árin og veit að þar er unnið mikilvægt starf,“ segir Oddur. „Ég átta mig líka á því að það kostar gífurlega fjármuni að reka starf Samhjálpar á ári hverju og við viljum leggja okkar af mörkum til að styðja við starfið.“ Oddur nefnir í framhaldinu að Kaffistofa Samhjálpar veiti fjölmörgum aðstoð í aðdraganda jólanna. „Það er mikilvægt að allir hafi möguleika á því að fá máltíðir og félagsskap fyrir jól og yfir hátíðarnar og þar leggur Samhjálp mikið af mörkum,“ segir Oddur. „Þetta er fallegt verkefni og maður getur verið þakklátur í hjarta sínu að það séu til samtök og fólk sem er tilbúið að leggja þetta á sig.“ Samhjálpar þakkar Oddi og starfsfólki Body Shop á Íslandi fyrir stuðninginn sem gerir samtökunum kleift að hjálpa öðrum.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjE3NDU=