Samhjalp des2021
32 Öflug ogmikilvæg fjáröflun Samhjálp starfrækir öflugt fjáröflunarstarf allan ársins hring, sem er samtökunum mikilvægt til að viðhalda þeirri þjónustu sem þau veita. Stór hluti af rekstri Samhjálpar er fjármagnaður með sjálfsaflafé sem aflað er með fjölbreyttum hætti. Sökum kórónuveirufaraldursins hefur þurft að aflýsa svonefndu Kótilettukvöldi tvö ár í röð, en þau kvöld voru stór þáttur í fjáröflun Samhjálpar. Rekstur nytjamarkaðar Samhjálpar í Ármúla hefur haldið áfram í gegnum faraldurinn auk þess sem sala á merkjum hefur einnig farið fram þegar aðstæður leyfa. Þá fór pennasala Samhjálpar aftur af stað fyrr í haust og hefur gengið með ágætum. Merki Samhjálpar kostar 2.000 kr. en pennarnir 1.000 kr. og rennur ágóði af sölunni til Kaffistofu Samhjálpar, sem veitir um 200 máltíðir til gesta sinna allan ársins hring. Þá ýtti Samhjálp nýju fjáröflunarkerfi úr vör fyrir ári, sem ber heitið Vinir Samhjálpar. Þannig geta bæði einstaklingar og fyrirtæki lagt samtökunum lið með mánaðarlegu framlagi að eigin vali. Hægt er að fá nánari upplýsingar um fjáröflunarstarf Samhjálpar, panta merki og penna eða taka þátt í sölu, á skrifstofu Samhjálpar í síma 561-1000 á milli 10 og 15 alla virka daga eða á samhjalp@samhjalp.is.
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjE3NDU=