Samhjalp des2021
30 Jólagjafir til fanga Samhjálp færir föngum jólagjafir á hverju ári. Það hefur verið gert frá stofnun samtakanna 1973 – og reyndar fyrr, því nokkur af þeim sem áttu hlut í stofnun Samhjálpar hófu að færa föngum gjafir í samstarfi við fyrirtæki og aðra styrktaraðila snemma á sjöunda áratug síðustu aldar. Það er mikilvægt að huga vel að öllum, ekki síst þeim sem hafa misstigið sig í lífinu. Með því hugarfari hefur Samhjálp starfað frá upphafi og mun vonandi gera um ókomna tíð. Margir fangar, innlendir sem erlendir, eru í þeirri stöðu að eiga fáa að og eru jólagjafirnar því kærkomnar. Samhjálp færir þeim styrktaraðilum sem gera okkur kleift að færa föngum gjafir á ári hverju bestu þakkir fyrir stuðninginn við þennan mikilvæga þátt í starfi samtakanna. Kaffistofan opin um jólahátíðina Kaffistofa Samhjálpar verður opin kl. 10-14 á Þorláksmessu, aðfangadag og gamlársdag en kl. 11-14 jóladag, annan í jólum og nýársdag. Kaffistofan er opin frá 10-14 virka daga og 11-14 um helgar. Enn á eftir að koma í ljós hvort samkomutakmarkanir verða í gildi um jól og áramót og þá hvers eðlis þær verða, en aðstaðan á Kaffistofunni verður þó aðlöguð með þeim hætti að hægt verði að veita máltíðir. Mikil aðsókn er á Kaffistofu Samhjálpar um jól og áramót og margir hafa þegið máltíðir yfir hátíðarnar á liðnum árum. Gera má ráð fyrir að aðsóknin verði ekki minni í ár. Fyrir utan fyrirtæki sem styðja við rekstur Kaffistofunnar með veitingum og fjárframlögum hafa sjálfboðaliðar lagt mikið af mörkum til að tryggja starfsemi hennar. Hafir þú áhuga á að veita Kaffistofunni stuðning eða gerast sjálfboðaliði hvetjum við þig til að hafa samband við skrifstofu Samhjálpar í síma 561-1000. Pökkunarlausnir Örugg pökkun verðmæta Ísfell ehf, Óseyrarbraut 28 220 Hafnarfjörður, Sími 5200 500 www.isfell.is, isfell@isfell.is Kísildalur ehf. - Síðumúli 15 - 105 Reykjavík Sími: 517-1150 - www.kisildalur.is - kisildalur@kisildalur.is Ódýrar tölvuviðgerðir hjá tæknimönnum með áratuga reynslu. Varahlutir og íhlutir í allar gerðir af tölvum. Netbúnaður fyrir heimili og fyrirtæki. Fartölvur frá Toshiba, Lenovo, HP og eirum. Borðtölvur, smátölvur og vinnustöðvar. Áratuga reynsla í tölvusamsetningum og sérsmíðuðum tölvum.
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjE3NDU=