Samhjalp des2021
28 Orðræðan umfíknivandann HÖFUNDUR: ÞÓRDÍS JÓNA JAKOBSDÓTTIR Samfélagsleg umræða um málefni og hagsmuni einstaklinga með fíknivanda hefur lengi verið mér hugleikin en sjálf er ég alkóhólisti og uppkomið barn alkóhólista. Ég hef lengi unnið með fólki innan málaflokks einstaklinga með fíknivanda og var til dæmis ein af þeim sem stóðu keik við slagorðið Fíkniefnalaust Ísland 2000. Eins og flestum er þó kunnugt gekk það ekki eins og vonir stóðu til og er kannski óhætt að segja að við höfum verið nokkuð langt frá því. Þrátt fyrir það er síður en svo hægt að segja að átakið í heild hafi mistekist. Með umræðunni sem skapaðist í kringum átakið Fíkniefnalaust Ísland 2000 jókst umræðan um fíkniefni á Íslandi og þann heilsufars- og félagslega vanda sem þau skapa og vitneskja almennings um fíknivandann jókst að sama skapi. Frá þessu eru þó liðin nær 22 ár og hefur neysla fíkniefna ekki aðeins aukist heldur er hún orðin harðari og hættulegri og fleiri látast nú en áður vegna fíknivandans, bæði beint og óbeint. Umræða um fíknivandann er nauðsynleg og mikilvægt er að við getum sem samfélag rætt málefni tengd honum af heilindum og sanngirni þar sem tekið er mið af ólíkum skoðunum. Það er bæði eðlilegt og heilbrigt að fólk hafi mismunandi skoðanir á þeimmálefnum sem tengjast fíknivanda
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjE3NDU=