Samhjalp des2021
27 Maraþoni aflýst aftur – samt var hlaupið Þegar sumarútgáfa Samhjálparblaðsins fór í prentun var allt útlit fyrir að Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka færi fram 21. ágúst 2021. Allt kom þó fyrir ekki og sem kunnugt er þurfti að aflýsa því, annað árið í röð, vegna heimsfaraldurs. Maraþonið er fyrir marga einn af hápunktum sumarsins og hefur á liðnum árum verið afar vinsæll viðburður. Það er því töluverður missir fyrir marga þegar því er aflýst og þá ekki síst þau fjölmörgu góðgerðarfélög sem hafa notið góðs af þeirri söfnun sem á sér stað í gegnum Hlaupastyrk. Það voru þó mörg sem gerðu gott úr deginum í ár og hlupu engu að síður þá vegalengd sem þau höfðu ætlað sér. Alls söfnuðust um 120 þúsund krónur fyrir Samhjálp, en þar munaði mestu um framlag Andra Más Ágústssonar, sem safnaði tæplega 90 þúsund krónum. Allt telur þetta í starfsemi Samhjálpar og við kunnum Andra Má og öðrum sem hlupu til styrktar samtökunum miklar þakkir. Maraþon Andri Már Ágústsson Skrifstofa Samhjálpar flytur Skrifstofa Samhjálpar er flutt í Skútuvog 1g í Reykjavík. Skrifstofan var frá árinu 2014 til húsa í Hlíðasmára í Kópavogi og þar áður í Stangarhyl í Reykjavík um árabil. „Meginþorrinn af starfi Samhjálpar fer fram utan hinnar hefðbundnu skrifstofu og þá helst í Hlaðgerðarkoti, á Kaffistofu Samhjálpar og á eftirmeðferðar- og áfangaheimilinu Brú,“ segir Valdimar Þór Svavarsson, framkvæmdastjóri Samhjálpar. „Við erum nú komin í húsnæði sem hentar skrifstofuhlutanum vel og munum eftir sem áður einblína á að sinna þeim fjölmörgu skjólstæðingum sem leita til Samhjálpar allan ársins hring.“
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjE3NDU=