Samhjalp des2021

26 StarfsmennPwC lögðu Kaffistofu Samhjálpar lið Starfsmenn endurskoðunarfyrirtækisins PwC buðu fram starfskrafta sína í sjálfboðavinnu á Kaffistofu Samhjálpar um miðjan október. Þau veittu aðstoð í eldhúsi við undirbúning hádegisverðar og aðstoðuðu einnig við máltíðir fyrir komandi helgi. Samhjálp nýtur góðs af því þegar fyrirtæki taka sig til og sýna samfélagslega ábyrgð með því að senda fólk til starfa á Kaffistofunni, þar sem veittar eru um 200 máltíðir á hverjum degi allan ársins Á myndinni frá vinstri eru Ómar Þorleifsson, Atli Jóhannsson, Edmundas Bublaitis, kokkur Kaffistofunnar, og Karen Ýr Friðjónsdóttir. Guðlaugur Þór ásamt nokkrum starfsmönnum Samhjálpar. hring. Starfsmenn PwC hafa jafnframt verið duglegir við að sinna sambærilegum verkefnum á árinu. Nýlega tóku starfsmenn sig til við fataflokkun hjá Rauða krossinum, þeir hafa tekið þátt í fjáröflunarverkefnum á vegum Krafts og stutt við bakið á Konukoti, svo tekin séu dæmi. Samhjálpar þakkar starfsmönnum PwC fyrir aðstoðina samhliða því sem við hvetjum fyrirtæki til að láta gott af sér leiða með stuðningi við Kaffistofu Samhjálpar. Guðlaugur Þór í heimsókn Guðlaugur Þór Þórðarson, þá utanríkisráðherra en nú umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, heimsótti Hlaðgerðarkot um miðjan september. Hann hefur sýnt starfsemi Hlaðgerðarkots og Samhjálpar mikla velvild og áhuga á liðnum árum, en hann heimsótti jafnframt Hlaðgerðarkot haustið 2020. Guðlaugur Þór hefur verið alþingismaður frá 2003, hann var heilbrigðisráðherra á árunum 2007–2009 og sat um árabil í fjárlaganefnd og í félagsmálanefnd. Hann er því öllum hnútum kunnugur í samskiptum Samhjálpar við hið opinbera. Á meðan á heimsókn hans stóð kynnti Guðlaugur Þór sér starfsemina í Hlaðgerðarkoti, ræddi við starfsfólk og skjólstæðinga og hvatti alla áfram til góðra verka. Samhjálp þakkar honum fyrir komuna og óskar honum og ríkisstjórninni allri velfarnaðar. C75 M10 Y0 K0 C80 M50 Y20 K10 R0 G174 B230 R59 G108 B148 100 ICELAND HOTEL Þvottahöllin Grófinni 17a · S: 421-4499 Kopar & Zink

RkJQdWJsaXNoZXIy MjE3NDU=