Samhjalp des2021

25 Bjargaði ráðvilltu ungu fólki David Wilkerson, stofnandi Teen Challenge, vann mikið frumkvöðlastarf vestanhafs þegar hann hóf trúboð á götum úti og fór á staði sem fáir aðrir þorðu að fara á. Wilkerson stofnaði síðar kirkju í New York, Times Square Church, en er mögulega hvað þekktastur fyrir bók sína Krossinn og hnífsblaðið (e. The Cross and the Switchblade) sem kom út árið 1963 en í íslenskri þýðingu 1978, þá á vegum Samhjálpar. Upphaf Teen Challenge má rekja til þess að undir lok 6. áratugarins fjallaði tímaritið Time um sjö unga einstaklinga sem höfðu allir gengið í glæpaklíkur í fátækrahverfum Bandaríkjanna. Wilkerson, sem þá var auralaus trúboði, hóf trúboð í þessum hverfum og náði með starfi sínu að aðstoða töluverðan fjölda ungs fólks í því að snúa af braut ofbeldis og neyslu vímuefna. Sá þekktasti af þeim er líklegast Nicky Cruz, sem þá var alræmdur klíkuleiðtogi Mau Mau-klíkunnar í New York og veittist að Wilkerson þegar hann hlustaði á boðskap hans, en snerist til kristni og hefur starfað sem trúboði síðan. Unga fólkið sem fetaði sömu leið og Cruz skorti samastað til að hefja bataferli sitt og úr varð að Wilkerson setti á fót það starf sem síðan þá hefur kallast Teen Challenge. David Wilkerson, stofnandi Teen Challenge sem ég vildi gera í framtíðinni og langaði að sjá sambærilegt starf á Íslandi. Ég ákvað síðan árið 2019 að taka mér launalaust leyfi, en þá starfaði ég hjá Samhjálp, til að fara út aftur og kynna mér þetta betur. Ég ílengdist í eitt ár og þegar ég kom til baka hóf ég undirbúning að stofnun skólans ásamt öðrum. Það má segja að þetta sé hvort í senn meðferðarúrræði og biblíuskóli.“ Glímt við ýmsan vanda Skólinn er þannig uppbyggður að boðið er upp á 14 námskeið allt árið um kring og hægt er að hefja sókn í námskeiðin hvenær sem er. Meginþorri þátttakenda er einstaklingar sem hafa nýlokið meðferð og eru í bataferli, en þá eru einnig þátttakendur sem eru að glíma við annan vanda, þó í langflestum tilvikum fíknivanda. Loks sækja skólann einstaklingar sem vilja byggja upp trú sína. „Námsefnið miðar í raun að þeim hópi sem er að glíma við fíknivanda, þó að vissulega sé það misjafnt hversu langt fólk er komið í bataferli eða í öðrum áföngum þess að taka á sínum málum,“ segir hún. Hún segir að fyrsta námskeiðið hafi heppnast vel og því hafi verið ákveðið að halda starfinu áfram. Að sögn Katrínar Ingu hefur vel tekist til, ekki bara í umgjörð skólans heldur er bati þeirra einstaklinga sem hann hafa sótt áþreifanlegur. „Ég get tekið dæmi af einstaklingi sem var hjá okkur og hefur glímt við fíknivanda á misjöfnum skeiðum í lífi sínu. Þess á milli hefur hann verið inn og út af stofnunum eða í öðrum úrræðum félagsmálakerfisins. Þessi einstaklingur hafði orð á því að þetta væri í fyrsta sinn sem honum hefði verið kenndur einhver agi og aðrar leiðir til að taka þátt í samfélaginu með eðlilegum hætti. Við hvetjum að sjálfsögðu til þess að fólk styðjist við þau úrræði sem eru í boði en fyrir marga þarf einhverja dagskrá sem þessa,“ segir hún.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjE3NDU=