Samhjalp des2021
24 Áþreifanlegur bati Katrín Inga Hólmsteinsdóttir kynntist starfsemi TC í Hollandi. H ér á landi er nú í fyrsta sinn boðið upp á svokallaðan TC-skóla. Sambærilega starfsemi má finna í um 130 löndum, en nafnið vísar til starfs sem kallað er Teen Challenge og var stofnað af bandaríska trúboðanum David Wilkerson í upphafi 7. áratugar síðustu aldar. Kennsla fer fram frá kl. 9–12 alla virka daga og hefur skólinn verið vel sóttur frá því að hann var settur á fót sumarið 2020. Katrín Inga Hólmsteinsdóttir hóf starfið ásamt öðrum hér á landi. Katrín Inga sagði merkilega sögu sína í viðtali í jólaútgáfu Samhjálparblaðsins árið 2017. Hún fór sjálf í meðferð í Hlaðgerðarkoti í byrjun árs 2010 og náði þá bata eftir að hafa verið í neyslu um árabil. Síðan þá hefur hún stundað háskólanám og starfað hjá Samhjálp auk þess sem hún sótti biblíuskóla hér landi um tveggja ára skeið en þriðja árið í Amsterdam. „Ég hef lengi stefnt að því að starfrækja úrræði sem þessi,“ segir hún í samtali við Samhjálparblaðið. „Ég fór til Hollands árið 2012 og komst þá í kynni við TC-starfið þar í landi. Ég fann strax að þetta var nokkuð Frá því í haust hafa Katrín Inga og sá hópur sem kom að stofnun TC skólans – í samstarfi við ungt fólk í Fíladelfíu – haft umsjón með svonefndum Samhjálparsamkomum sem fram fara í Fíladelfíu á fimmtudögum. Þær samkomur standa öllum til boða. Þar er boðið upp á góða tónlist, vitnisburðarstundir, kennslu og fleira en jafnframt eru þær góður vettvangur fyrir fólk að hittast.
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjE3NDU=