Samhjalp_mars2021_net

9 „Næstu ár á eftir voru í stuttumáli hörmung og þegar ég var 17 ára gömul hafði ég tvisvar reynt að fremja sjálfsvíg. Sem betur fer tókst það ekki.“ þá tilfinningu en hún viti þó vel hvernig skuli bregðast við því. „Ég verð alltaf edrú ef ég geri það sem ég þarf að gera á hverjum degi, biðja, hugleiða, fara á fundi og muna hvað hefur átt sér stað. Þannig að nei, ég er ekki hrædd við að falla,“ segir Ásthildur. „Ég bjó um tíma úti á Spáni og fann mig ekki vel á þeim fundum sem fram fóru þar. Ég fór því lítið á fundi í þrjá mánuði og fann þá þessa tilfinningu. Þá hafði ég fyrir því að tengja mig inn á fundi á Íslandi í gegnum tölvu og það gagnaðist mér vel.“ Sem fyrr segir býr Ásthildur nú á Selfossi ásamt tveimur börnum. Hún starfar í hlutastarfi í Nytjamarkaðinum á Selfossi og segist njóta vinnunnar mjög. Jafnframt rekur hún sína eigin netverslun þar sem hún framleiðir og flytur inn ilmvörur. Í stuttu máli má segja að líf hennar sé í eðlilegu horfi. Forsaga Ásthildar er skólabókardæmi um einstakling sem fékk ekki þá aðstoð sem á þurfti að halda sem barn og unglingur og leiddist síðar út í neyslu. “

RkJQdWJsaXNoZXIy MjE3NDU=