Samhjalp_mars2021_net
8 ég var bara 15 ára. Ég var þó aldrei með hausinn á réttum stað. Í síðasta skipti sem ég fór inn á Hlaðgerðarkot upplifði ég einn af þessum botnum.“ Langaði að gera betur Á einum tímapunkti hafði hún orðið sér úti um efni sem hún ætlaði að neyta en maðurinn hennar, sem hún hafði þá nýlega kynnst, fann hana áður og fór með hana heim. „Í lok janúar 2012 tók ég ákvörðun um að verða edrú þó að mig langaði það ekki,“ segir Ásthildur. Hvernig tekur maður ákvörðun sem mann langar ekki að taka? „Í þessu tilviki var sú ákvörðun tekin fyrir aðra, en það virkaði í mínu tilviki,“ svarar hún að bragði. „Þetta var hins vegar ekkert líf. Ég var búin að fara illa með líkamann, heilann og fjölskylduna. Mig langaði ekki lengur að lifa svona og var jafn meðvituð um það og áður að ég ætti ekki mikið eftir ef ég héldi áfram í neyslu. Ég gerði allt sem ég þurfti að gera, fékk mér sponsor og hóf tólf spora vinnu af heilum hug. Ég hef viðhaldið sporavinnunni síðan þá. Guð sýnir manni alltaf eitthvað nýtt í hvert sinn en mögulega aldrei meira en maður ræður við hverju sinni.“ Sem fyrr segir hafði Ásthildur á þessum tíma kynnst manni, sem hún átti síðar eftir að giftast. Sá átti fyrir þrjú börn og það hafði jákvæð áhrif á Ásthildi. „Ég sá fyrir mér eðlilegt fjölskyldulíf og langaði að gera betur,“ segir Ásthildur. „Þetta er tími sem mig langar svo mikið til að gleyma, en það er samt gott að muna til að ég fari ekki þangað aftur. Árin sem á eftir fylgdu voru ekki auðveld en ég er þakklát fyrir þau.“ Nú ertu búin að vera edrú í rúm níu ár, hvernig hefur sá tími verið? „Hann hefur vissulega verið upp og ofan. Ég varð ófrísk fljótlega eftir að ég varð edrú. Það er eitt að vera í bataferli en svo bætast alls konar tilfinningar við þegar maður er barnshafandi. Þetta var ekki auðvelt og ég skil ekki alveg hvernig þáverandi eiginmaður minn höndlaði mig á þeim tíma,“ segir hún og hlær. „En þetta tók tíma og bataferlið var hægt og bítandi. Það var mér mikils virði að fá að upplifa það fjölskyldulíf sem ég þráði. Eftir ár var ég farin að brosa aðeins meira og eftir um þrjú ár var ég búin að finna sjálfa mig á ný. Ég er í dag hamingjusöm og frjáls og það er það sem skiptir öllu máli.“ Þátttakandi í þjóðfélaginu Hversu erfitt er það ferli sem á eftir kemur, að ætla að lifa eðlilegu lífi eftir það sem á undan er gengið? „Þetta er ferli sem þarfnast sífelldrar vinnu, en sú vinna er þess virði,“ svarar Ásthildur að bragði. „Venjulegt fólk heldur áfram að þroskast og læra í lífinu og því er eins farið með alkóhólista. Öll erum við að læra allt okkar líf. En ég lifi í dag eðlilegu lífi. Ég er alkóhólisti en ég er þátttakandi í þjóðfélaginu. Ég er stolt af því hver ég er, ég er stolt af því að vera alkóhólisti og vita af því. Ég er ekki stolt af því sem ég gerði á meðan ég var í neyslu, en ég er stolt af því að búa að þessari reynslu þannig að ég geti hjálpað öðrum. Kannski var allt annað planað fyrir mig, en ég fór þessa leið og vonandi nýtist hún öðrum núna. Ég er búin að hjálpa mörgum að fara í gegnum sporin og það gefur mér mikið. Ég hef lagt mig fram um að segja sögu mína hverjum sem vill heyra. Ég get nýtt mína sáru reynslu til að hjálpa öðrum, þá sérstaklega konum. Ég er ekki feimin við að viðurkenna hver ég er og hvaðan ég kem. Ég er ófullkomlega fullkomin.“ Aðspurð segist Ásthildur ekki vera hrædd um að falla. Hún hafi vissulega, rétt eins og aðrir sem áður hafi verið í neyslu, upplifað Ásthildur býr á Selfossi ásamt tveimur börnum sínum. „Ég verð alltaf edrú ef ég geri það semég þarf að gera á hverjumdegi, biðja, hugleiða, fara á fundi ogmuna hvað hefur átt sér stað.“ “
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjE3NDU=