Samhjalp_mars2021_net

7 Á sthildur, sem fagnar þrítugsafmæli í ár, býr ásamt tveimur börnum sínum á Selfossi. Í janúar síðastliðnum fagnaði hún níu árum edrú. Þá átti hún að baki rúm sex ár af neyslu fíkniefna. Forsaga hennar er skólabókardæmi um einstakling sem fékk ekki þá aðstoð sem á þurfti að halda sem barn og unglingur og leiddist síðar út í neyslu. Hún ólst upp í Ólafsvík ásamt móður sinni og systkinum. Foreldrar hennar skildu þegar hún var aðeins níu mánaða gömul og hún var í takmörkuðu sambandi við föður sinn fyrstu árin. „Ég varð fyrir miklu einelti í skóla. Mér gekk ágætlega í náminu framan af en þjáðist þó af ADHD, sem var ekki greint fyrr en fyrir örfáum árum,“ segir Ásthildur þegar hún er beðin um að rifja upp æskuárin. Eftir að hún hafði lokið 5. bekk varð nokkuð rót á fjölskyldunni og mikið um flutninga, sem endaði með því að Ásthildur flutti til Akureyrar. Fljótlega byrjaði hún að neyta áfengis og vímuefna var að eigin sögn til mikilla vandræða. Eftir að hafa skipt þrisvar sinnum um skóla og verið send á milli foreldra sinna endaði hún á því að flytja til ömmu sinnar og afa sem búsett voru í Reykjavík. Þar lauk hún gagnfræðaskóla. „Það gerði mér mjög gott að búa hjá ömmu og afa,“ segir hún. „Ég er ófullkomlega fullkomin“ Ásthildur Þorsteinsdóttir var rétt rúmlega tvítug þegar hún varð edrú. Þá átti hún að baki nokkur ár í harðri neyslu fíkniefnameð öllumþeim slæmu afleiðingum semþví kunna að fylgja. Hún náði bata og upplifði að lokumþað fjölskyldulíf semhún alltaf þráði. „Þau voru ströng en kærleiksrík og þar sem ég bar virðingu fyrir þeim var ég ekki þessi erfiða stúlka sem ég hafði verið fram að því. Ég hafði á þessum tíma prófað fíkniefni en ég hagaði mér að mestu vel þegar ég bjó hjá ömmu og afa. Þegar ég fór norður til mömmu hitti ég þó gamla vini og þar hófst neyslan á ný.“ Að loknum grunnskóla flutti hún aftur til Akureyrar og hóf nám í Verkmenntaskóla Akureyrar. Þar náði hún öllum áföngum en féll á mætingu, enda hafði neyslan þá að mestu tekið völdin. „Þegar ég hafði lokið grunnskóla hætti ég að hafa áhuga á náminu. Þá hrundi allt,“ rifjar Ásthildur upp. „Ég var þunglynd og eina leið mín til að eiga við afleiðingar eineltis og höfnunar og að takast á við ADHD var að neyta fíkniefna. Næstu ár á eftir voru í stuttu máli hörmung og þegar ég var 17 ára gömul hafði ég tvisvar reynt að fremja sjálfsvíg. Sem betur fer tókst það ekki.“ Enginn einn botn Án þess að rekja neyslusögu Ásthildar í smáatriðum einkenndust næstu ár á eftir af harðri neyslu, hún var beitt kynferðisofbeldi oftar en einu sinni og eðli málsins samkvæmt var hún hvorki í vinnu né skóla. Móðir hennar endaði á því að henda henni út af heimilinu og eftir að hafa dvalið hjá vinkonu sinni á Akureyri, sem einnig var í neyslu, flutti hún til Reykjavíkur þar sem neysluheimurinn varð mun harðari. Til að bæta gráu ofan á svart glímdi hún við geðræn vandamál sökum neyslu sinnar. Að lokum var hún lögð inn á geðdeild í nokkrar vikur en þaðan fór hún í meðferð í Hlaðgerðarkoti. „Ég var á þessum tíma orðin hrædd við fíkniefni og ég vissi að áframhaldandi neysla myndi að lokum draga mig til dauða,“ segir Ásthildur. „Tíminn í Hlaðgerðarkoti var þó æðislegur og ég náði að gera allt rétt að því leyti að ég gaf mig að meðferðinni. Mér leið vel en ég fór þó þaðan of snemma og leiddist strax aftur út í neyslu.“ Spurð hvort og hvernig botninum hafi verið náð svarar Ásthildur því til að í raun hafi hún ekki upplifað einn botn, heldur marga. „Ég hélt oft að ég væri komin á botninn en mér til mikillar hörmungar uppgötvaði ég alltaf nýjan botn sem ég hélt að væri ekki til,“ segir hún. „Ég hafði margoft farið í meðferð, bæði á Vog og í Hlaðgerðarkot, þá fyrstu þegar

RkJQdWJsaXNoZXIy MjE3NDU=