Samhjalp_mars2021_net

4 Útgefandi: Samhjálp Ritstjóri: Gísli Freyr Valdórsson Ljósmyndir: Bent Marinósson og fl. Auglýsingaöflun: Samhjálp Útgáfustjóri: Anna María McCrann Ábyrgðarmaður: Valdimar Þór Svavarsson Hönnun og umbrot: Samskipti Skrifstofa Samhjálpar Hlíðasmára 14 – 201 Kópavogur Sími: 561 1000 Netfang: samhjalp@samhjalp.is Heimasíða: www.samhjalp.is Ef þú ert með hugmynd að efni í blaðið eða vilt senda inn grein eða ljósmynd, hafðu þá samband með því að senda póst á netfangið fjaroflun@samhjalp.is Skrifstofa Samhjálpar er opin alla virka daga frá kl. 10:00 - 15:00. 38. árgangur – 1. tölublað 2021 Þ egar þetta er skrifað skelfur jörð á Reykjanesinu og Covid-19 faraldurinn liggur enn eins og mara á samfélaginu. eir sem voru einangraðir fyrir eru margir að upplifa meiri einmanaleika, þeir sem voru fátækir eru sumir enn verr staddir og þeir sem kljást við fíknivanda finna líka fyrir erfiðari aðstæðum, fækkun plássa og lengri biðlistum á meðferðarstofnunum. Við finnum líka fyrir aukinni þörf á aðstoð á Kaffistofu Samhjálpar. Suma daga er fjöldinn umfram það pláss sem við höfum og ný andlit eru að mæta, meðal annars vegna aukinnar fátæktar þeirra sem misst hafa lífsviðurværið. Fyrir hjálparsamtök eins og Samhjálp er það hluti af verkefnunum að átta okkur á aðstæðum í samfélaginu hverju sinni og leita leiða til þess að styðja við þá sem erfiðast eiga. Það er að sama skapi mikilvægt að líta fram á veginn og huga að innri styrk, svo að við getum áfram rétt fram hjálparhönd eins og Samhjálp hefur gert í 48 ár. Mikil uppbygging hefur staðið yfir í meðferðarstarfi Samhjálpar og aðstaða batnað til muna á skömmum tíma í Hlaðgerðarkoti. Aukin áhersla á bætta þjónustu og aðhald á áfangaheimilum Samhjálpar miðar að því að ná enn betri árangri í langtímabata þeirra sem koma úr meðferð. Fjölmargir hafa kynnt sér framtíðarsýn og meðferðarstefnu Hlaðgerðarkots og er stuðningur ríkisins til starfsins ákveðin viðurkenning á þeirri stefnu og faglegum vinnubrögðum. Kaffistofa Samhjálpar gegnir veigamiklu hlutverki í samfélaginu og hefur mikilvægi hennar komið mjög greinilega í ljós í þeim erfiðu aðstæðum sem skapast hafa vegna Covid-19 faraldursins. Til marks um það er nýfenginn styrkur frá Reykjavíkurborg, sem vill styðja þetta mikilvæga starf. Að sama skapi hafa einstaklingar og fyrirtæki sýnt viljann í verki og staðið einstaklega þétt við bak okkar á þessum tímum. Þá hefur verkefnið „Vinir Samhjálpar“ farið fram úr björtustu vonum, en stöðug fjölgun þeirra sem hafa valið að styðja starf Samhjálpar með mánaðarlegu framlagi er hlýleg hvatning um að halda áfram að gera okkar besta. Áfram eru ærin verkefni fyrir höndum, meðal annars að ljúka uppbyggingu í Hlaðgerðarkoti og bæta aðbúnað og þjónustu á Kaffistofu Samhjálpar. Með þann stuðning og jákvætt viðhorf almennings til samtakanna lítum við björtum augum fram á veginn. Takk fyrir þinn stuðning. Lát eigi hugfallast, því að ég er þinn Guð. Ég styrki þig, ég hjálpa þér, ég styð þig með hægri hendi réttlætis míns. – Jes. 41:10 Valdimar Þór Svavarsson, framkvæmdastjóri Samhjálpar. Látum ekki hugfallast

RkJQdWJsaXNoZXIy MjE3NDU=