Samhjalp_mars2021_net

38 Dalurinn, mötuneyti Íslandsbanka, hefur stutt myndarlega við Kaffistofu Samhjálpar með matargjöfum. Dalurinn hlaut nýlega Svans- vottun og uppfyllir þannig strangar umhverfis- og gæðakröfur. Það er því mikill fengur að því fyrir Kaffistofu Samhjálpar að hafa aðgang að matvælum frá Dalnum. Í aðdraganda þess að hljóta Svansvottun réðist Dalurinn í átak til að minnka matarsóun. Engum matvælum er hent og með því fyrirkomulagi sem nú er unnið eftir hefur Íslandsbanki stutt við Kaffistofu Samhjálpar. Edda Hermannsdóttir, forstöðumaður markaðs- og samskiptasviðs Íslandsbanka, segir í samtali við Samhjálpar- blaðið að bankinn njóti þess að geta gefið af sér í starf Samhjálpar. Gefur starfsmönnummikið að veita hjálparhönd „Rekstur á mötuneyti á stórum vinnustað felur, eðli málsins samkvæmt, í sér að töluvert af matvælum fer þar í gegn. Flestir þeir sem rekið hafa mötuneyti kannast við þá miklu sóun sem áður átti sér stað á mat sem þó var heill,“ segir Edda. Þetta er þó ekki í fyrsta sinn sem Íslandsbanki styður við starf Samhjálpar. Fyrir jól studdi bankinn Kaffistofu Samhjálpar með fjárframlagi sem nýttist vel til að koma til móts við þá skjólstæðinga sem sækja hana. „Við vissum að Samhjálp var að leita eftir stuðningi fyrir jólin og við vildum leggja okkar af mörkum til að styðja við það góða starf sem þarna er unnið,“ segir Edda. Allt er þetta liður í sjálf- bærnistefnu Íslandsbanka sem mótuð var árið 2019. Bankinn starfar eftir þeirri stefnu í dag og styður við samfélagið með margvíslegum hætti. Gott að gefa af sér Áður hefur verið fjallað um það hér í Samhjálparblaðinu þegar starfsmenn Íslandsbanka vörðu starfstíma sínum í að mála Kaffistofu Samhjálpar að innan og utan, sem og áfangaheimilið Spor sem þá var í rekstri Samhjálpar. Íslandsbanki starfrækir verkefni innan bankans sem kallast Hjálparhönd, og felur í sér að starfsmenn bankans verja einum starfsdegi í að aðstoða góðgerðar- og líknarfélög að eigin vali. „Þetta er hluti af samfélagsábyrgð bankans, sem við leggjum mikla áherslu á,“ segir Edda. „Þetta nýtist góðgerðar- samtökum með ýmsum hætti. Sumir starfsmenn okkar veita fjárhagsráðgjöf, ráðgjöf um markaðsmál, starfsmannamál og fleira í þeim dúr en aðrir kjósa að sinna öðrum verkefnum sem fela í sér lagfæringar, málningarvinnu eða annað sambærilegt. Við finnum að þetta skiptir samtökin miklu máli en á sama tíma gefur þetta starfsmönnum okkar heilmikið. Það er gott að geta gefið af sér og veitt öðrum hjálparhönd.“ Loks má nefna hér að Samhjálp hefur, til viðbótar við það sem að framan greinir, einnig notið góðs af Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka. Samhjálp er eitt þeirra félaga sem hlauparar geta safnað fyrir inn á hlaupastyrkur. is en þar hafa framlög til góð- gerðarmála aukist verulega á undanförnum árum. Samhjálp þakkar Íslandsbanka og starfsmönnum hans innilega fyrir stuðninginn í gegnum árin. Edda Hermannsdóttir, forstöðumaður markaðs- og samskiptasviðs Íslandsbanka

RkJQdWJsaXNoZXIy MjE3NDU=