Samhjalp_mars2021_net
36 Vildu styrkja valdeflandi starf Samhjálpar Góði hirðirinn, nytjamarkaður sem rekinn er af Sorpu, úthlutaði fyrir jól 11 milljónum króna til ýmissa góðgerðarmála. Samhjálp var eitt þeirra félaga sem hlutu styrk að þessu sinni. Styrkurinn nýttist til að kaupa ísskáp og frysti fyrir Kaffistofu Samhjálpar. Það mun koma að góðum notum við geymslu á matvælum í Kaffistofunni. Ruth Einarsdóttir, rekstrarstjóri Góða hirðisins, segir í samtali við Samhjálparblaðið að hún telji Samhjálp vinna gott og mikilvægt starf og samtökin hafi því verið vel að styrknum komin. „Við höfum lagt áherslu á að styrkja valdeflandi samtök eða málefni sem hafa það markmið að styðja fólk til sjálfshjálpar og sjálfsbjargar. Samhjálp gegnir mikilvægu hlutverki á þeim vettvangi,“ segir Ruth. „Það er einnig ánægjulegt að heyra að styrkurinn hafi nýst með þessum hætti. Við viljum leggja okkar af mörkum til að sporna gegn matarsóun og þessi tæki munu nýtast vel þannig á Kaffistofu Samhjálpar.“ Markmið Góða hirðisins er að endurnýta hluti til áframhaldandi lífs og draga úr sóun. Allur ágóði af sölu rennur til góðgerðarmála, en úthlutun styrkja fer fram einu sinni á ári að undangengnu umsóknarferli. Þannig hefur Góði hirðirinn úthlutað yfir 300 milljónum króna síðastliðna tvo áratugi. Samhjálp þakkar Sorpu og Góða hirðinum fyrir styrkveitinguna. Ruth Einarsdóttir, rekstrarstjóri Góða hirðisins. Rósý Sigþórsdóttir, verkefnastjóri Kaffistofu Samhjálpar, við kælinn góða. HEIMA JÓGA www.jogasetrid.is Á þínum tíma, á þínum stað Nú er Jógasetrið á netinu Kísildalur ehf. - Síðumúli 15 - 105 Reykjavík Sími: 517-1150 - www.kisildalur.is - kisildalur@kisildalur.is Ódýrar tölvuviðgerðir hjá tæknimönnum með áratuga reynslu. Varahlutir og íhlutir í allar gerðir af tölvum. Netbúnaður fyrir heimili og fyrirtæki. Fartölvur frá Toshiba, Lenovo, HP og eirum. Borðtölvur, smátölvur og vinnustöðvar. Áratuga reynsla í tölvusamsetningum og sérsmíðuðum tölvum.
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjE3NDU=