Samhjalp_mars2021_net
34 Við skiljumengan eftir Þjónustufyrirtækið Terra brást hratt við í miðjum Covid-19 faraldri og lánaði Kaffistofu Samhjálpar einingahús endurgjaldslaust. Með einingahúsinu var tímabundið hægt að stækka Kaffistofuna og bjóða þeim sem þar þiggja daglegar máltíðir að snæða í samræmi við fjöldatakmarkanir og sóttvarnir. Terra Einingar hefur um árabil sérhæft sig í sölu og leigu á einingahúsum, sem hægt er að nota sem skrifstofur, vinnubúðir, hótel, skólastofur og þannig mætti áfram telja. Í tilviki Samhjálpar var um að ræða húsnæði sem hægt var að setja upp með einföldum hætti, ekki þurfti að tengja vatnsleiðslur eða fara í aðrar sambærilegar framkvæmdir og hægt var að nýta húsnæðið um leið og því hafði verið komið fyrir. Líf Lárusdóttir, markaðsstjóri Terra, segir í samtali við Samhjálparblaðið að starfsmönnum Terra sé vel kunnugt um það mikilvæga hlutverk sem Samhjálp gegni í samfélaginu. „Við höfum áður stutt við Samhjálp og þegar það lá fyrir að starfsemi Kaffistofunnar myndi raskast vegna fjöldatakmarkana var það okkur sönn ánægja að geta veitt samtökunum lið með þessum hætti,“ segir Líf. „Þetta framlag samrýmist vel þeirri hugmyndafræði okkar að skilja ekkert eftir – en í þessu tilviki snerist þetta um að skilja engan eftir. Fjöldi fólks treystir á öflugt starf og aðstoð Samhjálpar og því töldum við mikilvægt að hjálpa Samhjálp að hjálpa öðrum.“ Samhjálpar þakkar Terra og starfsmönnum félagsins fyrir stuðninginn á liðnum árum. Líf Lárusdóttir, markaðsstjóri Terra
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjE3NDU=