Samhjalp_mars2021_net

3 EFNISYFIRLIT Ásthildur Þorsteinsdóttir segir í viðtali frá því hvernig hún losnaði úr viðjum vímuefnaneyslu aðeins rétt rúmlega tvítug. Þá hafði hún verið í harðri neyslu frá unglingsaldri. Hún segir að þetta sé tími sem henni langi helst til að gleyma en reynsla hennar sé þó til þess fallin að hjálpa öðrum. Ráðist var í endurnýjun á kvennagangi meðferðarheimilis Samhjálpar í Hlaðgerðarkoti fyrir jól. Soffia Dögg Garðarsdóttir, sem heldur úti vefsíðunni Skreytum hús, hafði veg og vanda að verkefninu og var sýnt frá framkvæmdum í samnefndum sjónvarpsþætti á Stöð 2. Helga Lind Pálsdóttir, forstöðumaður í Hlaðgerðarkoti, og Kristín Pálsdóttir, talskona og framkvæmdastjóri Rótarinnar, fjalla í ítarlegu viðtali um stöðu og málefni kvenna sem glíma við fíknivanda, betri meðferðarúrræði og mikilvægi þess að takast á við áföll fortíðarinnar. Rósý Sigþórsdóttir tók nýlega við starfi verkefnastjóra Kaffistofu Samhjálpar. Hún segir að Kaffistofan sé eins og lítið heimili og að þar eigi öllum að líða vel. Starfsemi Kaffistofunnar snúist ekki bara um að gefa mat heldur góðan og næringarríkan mat við hlýjar og góðar aðstæður. Fjallað er um Vini Samhjálpar, fjáröflunarátak sem Samhjálp hleypti af stokkum í lok síðasta árs. Í þessu tölublaði er einnig að finna umfjöllun um fjölbreytta starfsemi Samhjálpar, aðsendar greinar, viðtöl við styrktaraðila auk annarra frétta úr starfi Samhjálpar. 6 10 12 18 20

RkJQdWJsaXNoZXIy MjE3NDU=