Samhjalp_mars2021_net
29 þátttakenda. Til dæmis að skima fyrir lesblindu hjá öllum börnum og gera áhugasviðsgreiningar og styrkleikakannanir reglulega út skólagönguna frá leikskóla og fram að lokum framhaldsskóla og leyfa þannig börnum og ungmennum að vinna með og vaxa í styrkleikum sínum. Gera ætti sjálfsstyrkingu að sérstöku fagi innan grunn- og framhaldsskóla sem væri viðeigandi fyrir hvert aldursstig, ásamt því að styrkja lífsleiknikennslu. Markmið með öllum þessum aðferðum er tvíþætt. Annars vegar að ekkert barn upplifi skömm og að tilheyra ekki hópnum, hins vegar að öll börn og ungmenni blómstri í sínum styrkleikum og nái þannig að hámarka eigin getu. Þannig má stuðla að því að sem flestum börnum og ungmennum líði vel í skóla og þau leiti síður í jaðarhegðun sem getur leitt út á braut neyslu og afbrota. Í umræðunni um skólakerfið og eigin reynslu þátttakenda af skólakerfinu kom í ljós að 95% áttu slæma reynslu og vondar minningar úr skóla. Flestir höfðu verið settir í tossabekk með tilheyrandi skömm og niðurlægingu. Margir höfðu ekki fengið réttar greiningar og voru til að mynda með ógreinda lesblindu alla grunnskólagönguna, sem gerði þeim erfitt fyrir námslega. Skömmin yfir því að geta ekki gert ákveðin verkefni eða lesið ákveðinn texta varð til þess að upplifun af skóla varð neikvæð og erfið, sem leiddi aftur til brottfalls úr skóla á síðari stigum. Þátttakendur voru sammála um að upplifunin að passa ekki inn í skólakerfið sem barn hefði eyðilagt fyrir þeim félagslega og tilfinningalega. Það hefði verið einn þáttur þess að þau hefðu leitað í jaðarhópa, sem leiddi til þess að þau fóru að fikta við neyslu síðar meir. Þá barst umræðan að því hvernig hægt væri að mæta börnum og ungmennum með sértækum forvarnaverkefnum í skóla. Komu þá upp hugmyndir um að slík verkefni gætu falið í sér: Verkefnavinnu fyrir börn í 8.-10. bekk um neyslu. Til að mynda væri hægt að fá þau til að nota hugmyndaflugið og búa til lausnir gegn því að ungmenni færu að fikta og prófa vímuefni. Þannig væri ungmennum gefið tækifæri til að koma með lausnir og skapa umræður um skaðsemi vímuefna en jafnframt væri með slíku verkefni hægt að skima fyrir viðhorfi tiltekins hóps til neyslu vímuefna og þá bregðast við ef þörf væri á. Hægt væri að fá fyrirlesara til að fjalla um vímuefnaraskanir og úrræði sem eru í boði fyrir þá sem þjást af slíkri röskun og aðstandendur þeirra. Fræðslan yrði ávallt að vera vönduð, flutt af fagfólki þar sem áhersla yrði lögð á vímuefnaröskun en ekki einstaka vímuefni. Leggja áherslu á að útbúa öruggt umhverfi fyrir börn og ungmenni til að segja frá vandamálum og því sem þau eru að upplifa, t.d. efla það sem Bergið headspace (ráðgjafarsamtök fyrir ungt fólk á forsendum ungs fólks) stendur fyrir. Forvarnir og fjölskyldan Að mati þátttakenda skiptir fjölskyldan miklu máli í forvarnavinnu. Mörg sem koma til áfengis- og vímuefnameðferðar koma frá brotnum heimilum. En sýnt hefur verið fram á að uppeldi og aðstæður í æsku hafa áhrif á það hvernig fólki vegnar í lífinu. Þátttakendur voru sammála um að foreldrar ættu að sinna almennri forvarnavinnu með börnum sínum. Slík vinna felst í því að fræða börnin um mikilvægi mataræðis, hreyfingar og svefns. Foreldrar reyni eftir bestu getu að vera fyrirmynd fyrir börn sín í þessum þáttum. Þá er mikilvægt fyrir foreldra að efla lífsleikni barna sinna og hæfni þeirra og getu til að takast á við áskoranir lífsins. Ein mikilvægasta forvörn sem foreldrar geta sinnt er að eyða tíma með börnum sínum og byggja upp traust samskipti. Þegar eitthvað kemur upp í lífi barnanna er þeim þá auðvelt og ljúft að leita til foreldra því þau viti að þar fái þau hjálp og skilning. Skilaboð til yfirvalda Að lokum þótti þátttakendum mikilvægt að koma því áleiðis til yfirvalda að sem hluti af forvörnum þyrfti að leggja sérstaka áherslu á að huga að týndu börnunum, þeirra sem falla á milli málaflokka og á milli mismunandi skrifstofa innan kerfisins. Það þarf að huga sérstaklega að og fylgjast með börnunum sem eru hæglát og hljóð, börnunum sem læðast með veggjum. Það getur verið að þau komi frá heimilum þar sem foreldrar eiga við félagslega og andlega erfiðleika. Það verður að huga að börnum sem búa við fátækt. Það hefur gríðarleg áhrif á börn og sú minning að búa við fátækt fylgir börnum alla ævi. Það þarf einnig að fylgjast sérstaklega með þeim börnum sem hætta í skóla, mæta illa og eru með óeðlilega margar veikindatilkynningar frá foreldrum. Eins vildu þátttakendur koma því á framfæri að það væri bæði samfélagsleg ábyrgð og ábyrgð yfirvalda að veita foreldrum sem eiga erfitt með að sinna uppeldi og utanumhaldi um börnin sín stuðning. Stundum er foreldrahlutverkið erfitt, en það má ekki verða að yfirþyrmandi skömm fólks. Fólk þarf stuðning og aðstoð á erfiðum tímum. Að lokum Það geta líklega allir verið sammála um mikilvægi forvarna í fjölbreyttu formi. Með þessum skrifum er þó bent á mikilvægi þess að forvarnir snúi ekki einungis að beinni fræðslu um skaðsemi vímuefna, svo sem fíkniefna, áfengis og tóbaks, heldur að forvarnir séu í formi almennrar fræðslu um lýðheilsu og mikilvægi þess að huga að félagslegum þáttum, aðstoð í námi o.s.frv. Með skilvirkum forvörnum væri hægt að bjarga mörgum mannslífum. Útvarp FM 102,9 App: Lindin mín Heimasíða lindin.is Boðskapur kærleika Krókhálsi 4 Reykjavík Facebook Lindin útvarp/radio
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjE3NDU=