Samhjalp_mars2021_net

28 S kjólstæðingar og forstöðumaður Hlaðgerðarkots tóku síðastliðið haust saman þátt í hugmynda- og mótunarvinnu um forvarnir á málefnum tengdum áfengis- og vímuefnaröskun. Helga Lind Pálsdóttir, félagsráðgjafi MA og forstöðumaður Hlaðgerðarkots, hafði umsjón með verkefninu. Markmið verkefnisins var að velta upp mismunandi sjónarmiðum um forvarnir, hvaða leiðir í forvörnum væru áhrifaríkar og hvað bæri að varast þegar hugað er að forvörnum. Unnið var með spurningarnar: 1. Hvað virkar í forvörnum? 2. Hvað hugsar þú um þegar þú heyrir orðið forvarnir? Skjólstæðingar í Hlaðgerðarkoti, þátttakendur, skiptu sér upp í hópa og skrifuðu niður allar helstu hugmyndir sem komu upp þegar ofangreindar spurningar voru bornar fram. Eftirfarandi er þemagreind samantekt úr umræðunni sem skapaðist. Viðhorf til forvarna Skjólstæðingar í Hlaðgerðarkoti voru sammála um að forvarnir mættu ekki vera leiðinlegar og yfirborðskenndar. Þeir sem eru að flytja forvarnarerindi verða að vera ekta, ræða málin með áhugaverðum hætti og það sem var talið mikilvægast, að hafa grundvallarþekkingu á efninu. Að mati þátttakenda þarf að vinna í því að breyta viðhorfi og hugarfari barna, ungmenna og fullorðinna til forvarna. Að ekki sé litið á forvarnir sem leiðinlega og þreytandi fræðslu heldur að þær séu skemmtilegar og spennandi. Sífellt þarf að huga að nýjum og spennandi leiðum til að nálgast forvarnir, þannig að þær séu ekki alltaf bundnar við fyrirlestraform, sérstaklega í ljósi þess að einstaklingar, hvort sem þeir eru börn, unglingar eða fullorðnir, eiga misjafnlega auðvelt með að halda einbeitingu við hlustun. Sumum hentar mun betur að vinna að verkefnum sem reyna á hugsun og sköpun og ná til mismunandi lærdómsaðferða. Hvað á að kenna um í forvarnarfræðslu Allir þátttakendur voru sammála um mikilvægi þess að aldrei ætti að kenna um einstaka vímuefni, áhrif vímuefna eða hvernig þau væru notuð. Það að sýna umræðuvettvang, neysluáhöld eða annað slíkt skilaði litlum árangri hendur vekti frekar forvitni barna og ungmenna heldur en annað. Í þessu samhengi þótti þátttakendum mikilvægt að í allri forvarnarfræðslu væru börn og ungmenni upplýst um að í flestum ef ekki öllum tilvikum byrjaði neysla með fikti. Umræða ummikilvægi þess að varast að tala um boð og bönn í forvarnafræðslu var mikil. Voru þátttakendur sammála um að í stað þess að tala um boð og bönn ætti að leggja áherslu á að fræða um afleiðingar neyslu og hversu illa neysla vímuefna gæti endað. Þannig væri við hæfi að nefna hversu sárt það væri að missa ástvini, fyrir foreldra að missa börn sín til barnaverndar vegna neyslu, komast í kast við lögin og að lokum að neysla gæti leitt til dauða. Til dæmis mætti taka fyrir tölulegar staðreyndir um framangreinda þætti og nýta í auknummæli í forvarnastarfi. Önnur áhugaverð umræða sem skapaðist í þessari vinnu var um hversu mikilvægt það væri að fræða börn og ungmenni um mikilvægi þess að takast á við vandamál sem upp kæmu. Að hvetja þau til að segja frá ef þau væru til dæmis beitt misrétti, ofbeldi eða einelti eða væru að fikta við neyslu. Með því að kenna þeim að stytta sér ekki leið heldur takast á við vandamál væri seigla þeirra aukin og þannig einnig auknar líkur á að hægt væri að grípa fyrr inn í vanda sem kynni að koma upp. Sjálfsstyrking fyrir börn og ungmenni væri þannig ein mikilvægasta forvörnin. Álíka mikilvægt væri að kenna börnum að tjá sig og skapa þeim öruggt umhverfi til að gera það. Forvarnir og skólinn Að mati þátttakenda ættu forvarnir og forvarnavinna að hefjast strax í leikskóla. Forvarnavinna í leikskóla gæti falist í tilfinningafræðslu og verkefnum sem fælu það í sér að efla sjálfsmynd og seiglu. Skólinn og skólastarf gegna lykilhlutverki í forvarnastarfi. Að mati þátttakenda ættu forvarnir í skóla ekki að einskorðast við einstaka fræðsluerindi eða uppákomur heldur vera viðvarandi. Þannig gæti skólakerfið frá leikskóla til loka framhaldsskóla innleitt eins konar „forvarnamenningu“ sem fælist í viðvarandi fræðslu og verkefnavinnu um mikilvægi framkomu, sjálfsuppbyggingar og lífsleiknifræðslu. Leggja ætti áherslu á mikilvægi heilbrigðs lífsstíls með tilliti til mataræðis, hreyfingar og svefns. Í umræðu um hvað ætti sérstaklega að felast í almennri forvarnavinnu í skóla komu upp nokkrar hugmyndir á meðal Mikilvægi öflugra forvarna Skjólstæðingar og forstöðumaður Hlaðgerðarkots tóku síðastliðið haust saman þátt í hugmynda- ogmótunarvinnu um forvarnir ámálefnum tengdumáfengis- og vímuefnaröskun. Helga Lind Pálsdóttir, félagsráðgjafi MA og forstöðumaður Hlaðgerðarkots, hafði umsjónmeð verkefninu.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjE3NDU=