Samhjalp_mars2021_net

27 Guðjón Þór, borehf@borehf.is Fyrirtækið Bor ehf starfar við steypusögun og kjarnaborun og hefur verið starfrækt síðan 1998 á sömu kennitölunni og er þar af leiðandi komið með viðamikla reynslu á þessu sviði. Óskar þú frekari upplýsinga eða tilboðs er ég ávallt til þjónustu reiðubúinn Sími: 895 9490 Við óskum landsmönnum öllum góðs gengis. Aðstandendur Samhjálpar eiga hrós skilið fyrir gott starf. Samfélag er samvinnuverkefni okkar allra og mikilvægt að við styðjum hvert annað. Þorkell Máni styður við starf Samhjálpar Meðlimir í Oddfellowstúkunni Þorkatli Mána ásamt Rósý Sigþórsdóttur, verkefnastjóra Kaffistofu Samhjálpar, og Valdimar Þór Svavarssyni, framkvæmdastjóra Samhjálpar. Oddfellowstúkan Þorkell Máni, sem er stúka nr. 07, færði Samhjálp 400 þúsund króna peningagjöf fyrir jól. Styrktar- og líknarsjóður Oddfellowreglunnar á Íslandi hefur ásamt öðrum stúkum Oddfellowreglunnar stutt myndarlega við starfsemi Samhjálpar á liðnum árum – og þá sérstaklega við uppbyggingu í Hlaðgerðarkoti. Samhjálp reiðir sig mikið á stuðning sem þennan, hvort sem er frá fyrirtækjum, einstaklingum eða stuðningsfélögum á borð við Oddfellow. Gjöfin kom að góðum notum í starfi Samhjálpar og eru bræðrum í Þorkatli Mána færðar miklar þakkir fyrir.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjE3NDU=