Samhjalp_mars2021_net

26 Trúboðar komu færandi hendi Hlýlegar gjafir frá Soroptomistasystrum Meðlimir mótorhjólaklúbbsins Trúboða komu nýlega á skrifstofu Samhjálpar og færðu samtökunum 100 þúsund króna peningagjöf til styrktar Hlaðgerðarkots. Frá stofnun klúbbsins 2006 hefur hann á hverju ári látið gott af sér leiða með því að láta 10% félagsgjalda renna til góðgerðarmála. Mótorhjólaklúbburinn var á sínum tíma stofnaður fyrir tilstuðlan Varðar Levís Traustasonar, fyrrverandi framkvæmdastjóra Samhjálpar, og er hann í dag heiðursfélagi. Klúbburinn stendur fyrir ýmiss konar viðburðum allan ársins hring. Þegar snjóa leysir fara meðlimir hans, sem bæði eru karlar og konur, í hjólaferðir víðs vegar um landið en á veturna koma þeir saman í heimahúsum. Samhjálp þakkar Trúboðum fyrir stuðninginn og óskar þeim góðs hjólasumars. Frá einni af fjölmörgum hjólaferðum Trúboða. Halldór Jónsson bæklunarskurðlæknir hefur verið formaður Trúboða frá stofnun klúbbsins árið 2006. Systur í Soroptimistaklúbbi Mosfellssveitar ásamt Helgu Lind Pálsdóttur, forstöðumanni í Hlaðgerðarkoti. Soroptimistaklúbbur Mosfellssveitar gaf í desember sængur, kodda og nýtt lín á kvennagang meðferðarheimilis Samhjálpar í Hlaðgerðarkoti. Gjöfin kom samhliða þeim breytingum sem gerðar voru á kvennaganginum og fjallað er um hér framar í blaðinu. Gjafirnar hafa komið að góðum notum í Hlaðgerðarkoti og er það Samhjálp mikið kappsmál að geta boðið skjólstæðingum Hlaðgerðarkots upp á eins góða aðstöðu og hægt er. Soroptimistaklúbbur Mosfellssveitar var stofnaður árið 1977 og hefur frá stofnun komið að mörgum og fjölbreyttum verkefnum til styrktar ýmsum málefnum. Systur klúbbsins standa fyrir fjáröflun allan ársins hring með sölu á ýmsum varningi. Fyrirferðarmest er þó sala fyrir jólin á laufabrauði sem systur klúbbsins skera út og steikja sjálfar. Samhjálp þakkar þeim systrum mikið og innilega fyrir stuðninginn.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjE3NDU=