Samhjalp_mars2021_net
24 Pökkunarlausnir Örugg pökkun verðmæta Ísfell ehf, Óseyrarbraut 28 220 Hafnarfjörður, Sími 5200 500 www.isfell.is, isfell@isfell.is Endurgerð herbergi tekin í notkun Samhjálp leggur áherslu á að búa þeim skjól- stæðingum sem dvelja á meðferðarheimili samtakanna í Hlaðgerðarkoti góða og hlýlega aðstöðu. Eins og fjallað hefur verið um hér í Samhjálparblaðinu hafa framkvæmdir staðið yfir á svæðinu síðastliðin þrjú ár. Búið er að reisa nýtt eldhús, fjölnota sal og aðstöðu fyrir lækni og hjúkrunarfræðing auk þess að endurnýja herbergjagang fyrir karlmenn. Þá hefur hafa farið fram endurbætur á elsta hluta þess húsnæðis sem hefur verið undir framkvæmdum. Enn hefur ekki verið ákveðið með hvaða hætti endurbætur fara fram á elsta húsnæðinu í Hlaðgerðarkoti, sem í dag hýsir kvennagang og aðstöðu fyrir starfsmenn. Eins og fram kemur hér framar í blaðinu hefur þó verið ráðist í endurbætur á herbergjum kvenna og stendur það verkefni enn yfir. Fjármögnun Samhjálpar byggir töluvert á sjálfsaflafé og er stefnt að frekari fjáröflun áður en framkvæmdum verður haldið áfram. Allar framkvæmdir sem farið hafa fram í Hlaðgerðarkoti fram til þessa hafa verið fjármagnaðar með styrkjum fyrirtækja, styrktarsjóða og einstaklinga. Verkefnið hófst formlega með landssöfnun á Stöð 2 árið 2015. Herbergjagangur karla hefur allur verið endurnýjaður. Þar eru 16 herbergi, sem nú hafa öll verið tekin í notkun. Herbergin eru vistlega og stílhrein og uppfylla allar kröfur um burnavarnir og öryggismál.
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjE3NDU=