Samhjalp_mars2021_net

22 Viltu gerast VINUR SAMHJÁLPAR með mánaðarlegu framlagi að eigin vali? www.samhjalp.is Þú getur farið inn á heimasíðu Samhjálpar og gerst Vinur Samhjálpar með einföldum hætti Takk fyrir ómetanlegan stuðning! Palli Open er golfmót sem haldið verður laugardaginn 22. maí til styrktar Hlaðgerðarkoti og Sumarbúðunum í Reykjadal. Golfmótið er skipulagt af Páli Erni Líndal í samstarf við Golfklúbb Mosfellsbæjar. Fyrstu holl verða ræst út kl. 7 og það síðasta kl. 18. Golfklúbbur Mosfellsbæjar mun leggja til golfvöllinn og annað sem þarf til að halda mótið. Mótsgjald verður 6.900 kr. og rennur óskipt til Hlaðgerðarkots og Sumarbúðanna í Reykjadal, jafnt á hvorn aðila. Leikfyrirkomulag verður með nýju og óþekktu fyrirkomulagi hér á landi þar sem þrír keppnismöguleikar verða í boði fyrir þátttakendur; einstaklingskeppni, tveggja manna Texas Scramble og loks fjögurra manna Texas Scramble. Sama dag verður jafnframt haldið hjólamót þar sem verður hjólað frá Golfklúbbi Mosfellsbæjar. Tvær hjólaleiðir verða í boði, annars vegar Reykjavíkurhringurinn (50 km) og hins vegar Grafarvogshringurinn (25 km). Ræst verður frá Golfskálanum kl. 10. Mótsgjald verður 3.000 kr. og rennur óskipt til sömu málefna. Ef búið verður að rýmka eða aflétta samkomutakmörkunum verður haldið sérstakt Pallaball í Golfskálanum um kvöldið. Aðgangseyrir á ballið er 2.000 kr. Tvær hljómsveitir hafa boðist til að spila fram á rauða nótt án endurgjalds og viðræður standa yfir við aðra landsþekkta tónlistarmenn um að koma fram. Golfog hjólamót til styrktar Samhjálp Golfklúbbur Mosfellsbæjar er staðsettur við Hlíðavöll (Mynd: Golfmos.is)

RkJQdWJsaXNoZXIy MjE3NDU=