Samhjalp_mars2021_net

20 HLUTI AF FJÖLSKYLDUNNI Dálæti sumra á Kofareykta hangikjötinu frá Kjarnafæði virðist engum takmörkunum háð, enda skapar það sannkallaða hátíðar- og jólastemmningu. Veldu gæði - veldu Kjarnafæði Nýju fjáröflunarkerfi Samhjálpar, Vinir Samhjálpar, var ýtt úr vör í lok síðasta árs. Um er að ræða einfalda og aðgengilega leið fyrir alla sem vilja leggja góðu málefni lið og hjálpa okkur að hjálpa öðrum. Vinir Samhjálpar hefur fengið góðar móttökur og hafa fjölmargir skráð sig í áskrift að kerfinu. Með einum smelli á heimasíðu Samhjálpar er hægt að velja upphæð til að leggja af mörkum í formi mánaðarlegs framlags og verða um leið félagi í Vinum Samhjálpar. Þeir sem gerast félagar fá reglulega fréttir af starfinu og sjá þannig hvernig framlög þeirra nýtast Samhjálp til að hjálpa öðrum. Upphæðin er valfrjáls. Hentugast er að fólk velji upphæð sem það ræður vel við og hafa margir valið að gefa á mánuði sem nemur einni máltíð, eða um 1.700–2.500 krónur. Meginþorrinn af rekstri Samhjálpar er Vinir Samhjálpar Nýtt fjáröflunarkerfi Samhjálpar fær góðar móttökur fjármagnaður með sjálfsaflafé sem aflað er með fjölbreyttum hætti. Með mánaðarlegu framlagi styður fólk við afl hins góða í samfélaginu og getur treyst því að framlagið skili sér til þeirra sem þurfa á því að halda. Þeim sem geta látið eitthvað af hendi rakna til starfsins bendum við á heimasíðu Samhjálpar www.samhjalp.is þar sem með einföldum hætti er hægt að gerast Vinur Samhjálpar og velja mánaðarlegt framlag að eigin vali.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjE3NDU=