Samhjalp_mars2021_net
19 hverjum. Eins og gefur að skilja þarf því töluvert af matvælum til að veita þeim sem þangað koma bæði morgunmat og hádegismat. Stór hluti af matvælunum er aðkeyptur en Kaffistofan reiðir sig jafnframt töluvert á gjafir og stuðning einkaaðila, bæði einstaklinga og fyrirtækja. Mörg fyrirtæki færa Kaffistofunni reglulegar matargjafir en þó hefur magn þeirra að einhverju leyti minnkað í Covid-19 faraldrinum. „Við getum þó ekki kvartað undan matarleysi, við höfum náð að eiga nóg til fyrir gesti okkar,“ segir Rósý. „Það er þó alltaf ákveðin fyrirhöfn að reka svona þjónustu, bæði hvað varðar fjárhag og aðföng, en sem betur fer eru margir sem hugsa hlýlega til okkar.“ Rósý segir jafnframt að mikilvægt sé að bjóða upp á hollan og góðan mat, og um leið fjölbreyttan. Það er mikilvægt að hafa aðgang að fjölbreytni þegar kemur að matvælum fyrir Kaffistofuna. Þetta snýst ekki bara um að gefa fólki mat, heldur góðan og næringarríkan mat við hlýjar og góðar aðstæður.“ segir Rósý. Eins og fram kemur hér aftar í blaðinu hefur þurft að grípa til ýmissa ráða til að viðhalda starfsemi Kaffistofunnar í heimsfaraldrinum, meðal annars vegna fjöldatakmarkana. Með aðstoð Terra var sett upp færanlegt einingarhús sem gat hýst hluta þess hóps sem heimsótti Kaffistofuna og þannig var hægt að viðhalda sama fjölda matargjafa á degi hverjum. Þá hefur Kaffistofan, líkt og aðrir staðir, hugað að sóttvörnum og öðrum ráðstöfunum sem þykja við hæfi. Hátíðar dagarnir mikilvægir Sem fyrr segir er Kaffistofan opin allan ársins hring, líka um jól og áramót sem og aðra hátíðardaga. Það má nefna að aðsókn á Kaffistofuna er ekki minni á þessum dögum en aðra, jafnvel meiri eftir atvikum. Á hátíðardögum er boðið upp á veislumat og meðlæti, konfekt og aðrar kræsingar. Fyrir síðustu jól fór Samhjálp í sérstakt söfnunarátak til að styðja við Kaffistofuna. Einstaklingar og fyrirtæki voru þannig hvött til að „hjálpa Samhjálp að hjálpa öðrum“ og hlaut það góðar undirtektir. „Þetta var gott framtak fyrir jólin og það munaði talsvert um það,“ segir Rósý. „Við erum þegar byrjuð að undirbúa páskana og eigum von á því að hér verði fullt eins og iðulega um hátíðar. Það er mikilvægt að geta veitt þjónustu á hátíðardögum. Margir af þeim sem hingað koma hafa ekki kost á því að hitta fjölskyldur eða vini og það er því mikils virði fyrir fólk að geta komið hingað.“ Rósý starfaði áður hjá íþróttafélaginu Haukum í Hafnarfirði, hvar hún er fædd og uppalin, og þar áður hjá Actavis. „Þetta snýst ekki bara umað gefa fólki mat, heldur góðan og næringarríkanmat við hlýjar og góðar aðstæður.“ “
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjE3NDU=