Samhjalp_mars2021_net
18 R ósý segir að Valdimar Þór Svavarsson, framkvæmdastjóri Samhjálpar, hafi viðrað þann möguleika við hana að hún tæki við starfinu. „Hann þurfti ekki mikið að selja mér það,“ segir Rósý að bragði. „Mér fannst þetta spennandi starf og áhugaverður vettvangur til að starfa á. Það er mikilvægt starf unnið á Kaffistofunni og margir reiða sig á starfsemi hennar. Mér finnst þetta gefandi og skemmtilegt.“ Eins og fram hefur komið hér í Samhjálparblaðinu er Kaffistofa Samhjálpar opin allan ársins hring, þar með talið alla hátíðardaga, og þar eru veittar um 67.000 máltíðir á ári. Hún er þannig einn stærsti þátturinn í starfi Samhjálpar. „Hér eru allir velkomnir og ég vil Ég vil að öllum líði vel hér Ummiðjan desember síðastliðinn tók Rósý Sigþórsdóttir við starfi verkefnastjóra Kaffistofu Samhjálpar. Þegar henni var boðið starfið þurfti ekki að hugsa sig lengi um. að öllum líði vel þegar þeir koma inn á Kaffistofuna,“ segir Rósý. „Í raun má segja að þetta sé eins og lítið heimili og það á öllum að líða vel heima hjá sér. Hingað kemur fólk með ólíkan bakgrunn og úr mismunandi aðstæðum, sumir hverjir sem eiga í raun ekki fast heimili, og því er mikilvægt að þeir einstaklingar geti fundið fyrir hlýju og kærleika hér.“ Aðspurð segir Rósý að skjólstæðingar Kaffistofunnar, sem margir hverjir hafa komið þangað um árabil, hafi tekið henni vel og boðið hana velkomna til starfa. „Ef maður brosir og sýnir fólki kærleika fær maður oftast sama viðmót til baka,“ segir Rósý. „Vissulega er starfið stundum krefjandi og aðstæður hvers einstaklings eru misjafnar. Skjólstæðingar Kaffistofunnar eru þó alla jafna afar kurteisir og kunna vel að meta þá þjónustu sem þar er veitt.“ Rósý segir jafnframt að starfsmenn og sjálfboðaliðar Kaffistofunnar séu til fyrirmyndar. Það sama eigi við um samfélagsþjóna sem sinna störfum á Kaffistofunni á vegum Fangelsismálastofnunar. Samhjálp hefur um árabil notið góðs af starfskröftum þeirra sem sinna samfélagsþjónustu. Að sama skapi hafa þeir samfélagsþjónar sem starfað hafa á Kaffistofunni haft orð á því að þar sé gott að starfa og hafa margir þeirra veitt Kaffistofunni aðstoð síðar meir, t.d. með vinnuframlagi. Áhersla á góðanmat Um 150 manns sækja Kaffistofuna á degi
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjE3NDU=