Samhjalp_mars2021_net

16 konar áfalli og leiti sér lausnar í áfengi og/ eða vímuefnum. „Konur láta, oftar en karlar, ekki mikið fyrir sér fara heldur leita frekar inn á við,“ segir Helga Lind. „Í kjölfarið getur það leitt til þess að þær leiti í jaðarfélagsskap eftir samþykki. Það þarf því að vinna forvarnavinnu enn betur og við þurfum að leggja hart að okkur að missa þetta unga fólk ekki út á jaðarinn. Við þurfum að grípa fjölskyldur í vanda og gera það nógu snemma. Það er auðvitað ekki sjálfgefið að barn sem lendir í áfalli glími síðar við fíknivanda en eins og við höfum rakið hér eru aftur á móti of mörg dæmi um það.“ Þurfumað gera upp áföll fortíðarinnar Þið nefnduð hér að konur fari oft hraðar niður spíralinn en karlar. Er einhver sérstök ástæða fyrir því? „Erlendar rannsóknir sýna þetta samhengi en hér á landi skortir almennt á fjölbreyttar rannsóknir til að styðja við þróun meðferðarstarfs. Allar slíkar upplýsingar hjálpa okkur öllum að bregðast rétt við,“ segir Kristín. Nú lenda konur í því að missa frá sér börn sökum neyslu og vanrækslu. Er eitthvað sem skýrir það hvernig hægt er að vera svo langt leidd í neyslu að þú missir að lokum frá þér börnin? „Það getur í raun enginn útskýrt það nákvæmlega, ætli það sé ekki þessi flókni þáttur „fíknin“ sem er svo erfitt að skýra að fullu,“ svarar Helga Lind að bragði. „Við getum tekið dæmi af konu sem er heima með barnið en er með vímugjafann fyrir framan sig. Hún veit að ef hún notar á hún á hættu að missa barnið frá sér – en hún gerir það samt af því að hún getur ekki sleppt því, fíknin er svo mikil. Ég held að enginn geti skilið þetta nema sá sem hefur verið í þessum sporum. Á sama tíma getum við heldur ekki dæmt viðkomandi, það liggur eitthvað annað að baki og í flestum tilvikum má rekja það til áfalla í æsku.“ Kristín bætir við að Rótin vinni mikið með áfallasögu og aðra undirliggjandi þætti. „Hér hefur verið sú mýta að fyrst þurfir þú að verða edrú og síðan að takast á við þau áföll sem þú varðst fyrir í æsku. Það eru einmitt mistökin sem við höfum verið að gera; sumt fólk verður aldrei edrú nema unnið sé með undirliggjandi vanda í meðferð,“ segir Kristín. Helga Lind bætir við: „Það er einmitt það sem við erum að gera hér í Hlaðgerðarkoti. Við erum að vinna ýmis atriði sem tengjast lífsleikni og stór hluti af því er að fara í gegnum vandamál sem tengjast fortíðinni. Við snertum á djúpum áföllunum og vísum skjólstæðingum síðan til sérfræðinga í frekari áfallavinnu þegar fólk er komið á ákveðinn stað í meðferðinni eða ræður við að fara í markvissa áfallavinnu. Allt getur þetta tekið tíma, en sú vinna er mikils virði.“ Mikill kostnaður í barnavernd Að lokum, væri ráð að vera með sérstakar meðferðarstofnanir fyrir konur? „Sem fyrr segir eru dæmi þess að konur með ábyrgð heima fyrir sæki sér ekki meðferð,“ segir Kristín. „Við þurfum að finna leiðir til að létta undir með þeim á meðan á meðferð stendur. Ef kona þarf að skilja börn sín eftir í óöruggum aðstæðum hikar hún við að fara í meðferð.“ „Hér hefur verið súmýta að fyrst þurfir þú að verða edrú og síðan að takast á við þau áföll semþú varðst fyrir í æsku. Það eru einmitt mistökin semvið höfum verið að gera; sumt fólk verður aldrei edrú nema unnið sémeð undirliggjandi vanda í meðferð.“ “ Kristín Pálsdóttir, talskona og framkvæmdastjóri Rótarinnar, og Helga Lind Pálsdóttir, forstöðumaður í Hlaðgerðarkoti, hafa unnið náið saman að bættum meðferðarúrræðum fyrir konur.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjE3NDU=